Bikarmeistarar Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfubolta fengu í dag mikinn liðsstyrk sem kynntur var á blaðamannafundi í Stjörnuheimilinu.
Liðið gekk frá samningi við skotbakvörðinn Tómas Heiðar Tómasson en hann kemur til Garðbæjarliðsins frá Þór í Þorlákshöfn.
Tómas Heiðar spilaði frábærlega í vetur og komst í 50-50-90-klúbbinn með því að hitta úr 56 prósent skota sinna í teignum, 50 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og vera með 93 prósent vítanýtingu.
Þessi 23 ára gamli skotbakvörður skoraði 16,1 stig að meðaltali í leik í vetur, tók 3,8 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar. Hann hefur spilað með Þór í Þorlákshöfn undanfarin tvö tímabil en lék áður með uppeldisfélagi sínu Fjölni í Grafarvogi.
Tómas Heiðar er mikill fengur fyrir Stjörnuna, en mörg lið höfðu áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Hann kemur til með að fylla í skarðið sem Dagur Kár Jónsson skilur eftir sig, en Dagur Kár er á leið í háskólaboltann í Bandaríkjunum.
Tómas Heiðar samdi við Stjörnuna
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni
Körfubolti




Fleiri fréttir
