Þessi 21 árs kylfingur vann hug og hjörtu allra þeirra sem á horfðu og menn eru þegar farnir að bera hann saman við Tiger Woods.
Jordan Spieth heimsótti New York borg í gær þar sem hann var gestur í spjallþætti David Letterman en hann skellti sér líka í heimsókn í Empire State bygginguna þar sem ljósmyndar Getty nýttu tækifærið og tóku af honum myndir.
Jordan Spieth var að sjálfsögðu í græna jakkanum sem hann hafði dreymt um að klæðast síðan hann var smástrákur. Græna jakkann fá þeir sem vinna Mastersmótið, fyrsta risamót ársins í golfinu.
Empire State byggingin var hæsta bygging heims í næstum því 40 ár og er ein þekktasta bygging heims.
Masters-meistarinn naut sín vel á toppnum eins og sjá má í þessum myndum hér fyrir neðan.




