Rafdrifnar forþjöppur - ný leið til lægri eyðslu Finnur Thorlacius skrifar 13. apríl 2015 16:09 Nýr Audi Q7 fær rafdrifnar forþjöppur. Bílaframleiðendur leita allra mögulegra leiða til að minnka eyðslu bíla sinna og með því hlýta ströngum reglum yfirvalda um síminnkandi eyðslu og mengun. Ekki sakar það ef að ný tækni til slíks eykur einnig afl bílanna, en það á við notkun rafdrifinna forþjappa sem bætast við forþjöppu sem nærast á afgasi frá vélunum. Annar kosturinn við notkun rafdrifinna forþjappa er að þær geta unnið á lágum snúningi vélanna. Því hverfur með þeim einn helsti ókostur hefðbundinna forþjappa, þ.e. svokallað „turbolag“, þar sem þær byrja ekki að vinna að fullu fyrr en afgasþrýstingur þeirra dælir nægu lofti. Einn framleiðandi rafknúinna forþjappa, Valeo frá Frakklandi segir að með notkun þeirra megi minnka eyðslu frá 7% til 20%. Audi mun nota rafknúnar forþjöppur frá Valeo í Audi Q7 jeppann af næstu kynslóð en stutt er í tilkomu hans. Valeo telur sig hafa eins til tveggja ára forskot á aðra framleiðendur við smíði rafdrifinna forþjappa, en stórir framleiðendur eins og Honeywell er einnig að undirbúa framleiðslu slíkra forþjappa. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Bílaframleiðendur leita allra mögulegra leiða til að minnka eyðslu bíla sinna og með því hlýta ströngum reglum yfirvalda um síminnkandi eyðslu og mengun. Ekki sakar það ef að ný tækni til slíks eykur einnig afl bílanna, en það á við notkun rafdrifinna forþjappa sem bætast við forþjöppu sem nærast á afgasi frá vélunum. Annar kosturinn við notkun rafdrifinna forþjappa er að þær geta unnið á lágum snúningi vélanna. Því hverfur með þeim einn helsti ókostur hefðbundinna forþjappa, þ.e. svokallað „turbolag“, þar sem þær byrja ekki að vinna að fullu fyrr en afgasþrýstingur þeirra dælir nægu lofti. Einn framleiðandi rafknúinna forþjappa, Valeo frá Frakklandi segir að með notkun þeirra megi minnka eyðslu frá 7% til 20%. Audi mun nota rafknúnar forþjöppur frá Valeo í Audi Q7 jeppann af næstu kynslóð en stutt er í tilkomu hans. Valeo telur sig hafa eins til tveggja ára forskot á aðra framleiðendur við smíði rafdrifinna forþjappa, en stórir framleiðendur eins og Honeywell er einnig að undirbúa framleiðslu slíkra forþjappa.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent