Íslenska íshokkílandsliðið á uppleið | Fyrsti leikurinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2015 15:30 Mynd/Íshokkísamband Íslands Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland Íþróttir Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Íslenska landsliðið í íshokkí spilar í kvöld sinn fyrsta leik í A-riðli 2. deildar á heimsmeistaramóti karla en mótið fer fram í Skautahöllinni í Laugardal dagana 13. til 19. apríl. Íslenska liðið mætir Belgum klukkan 20.00 í kvöld en á næstu dögum munu strákarnir síðan spila við Rúmeníu, Serbíu, Ástralíu og Spán. Það er búist við góðri mætingu og stemmningu á fyrsta leiknum í kvöld en margir spenntir að sjá íslenska liðið. Það er nefnilega mikil bjartsýni í herbúðum íslenska liðsins en íslenska landsliðið í íshokkí hefur bætt árangur sinn jafnt og þétt á heimsmeistaramótum á undanförnum árum. Það hefur því mikið breyst frá því að liðið byrjaði í neðstu deild á sínu fyrsta móti. Íslenska liðið endaði þá í 9.sæti, sem var jafnframt neðsta sætið í riðlinum. Árið 2006 vann íslenska liðið sig upp úr 3.deild. Allt fram á tímabilið 2010-11 voru tveir jafnsterkir sex liða riðlar í 2. deild. IIHF tók þá hinsvegar upp nýtt kerfi og nú er riðlunum raðað eftir styrkleika, þ.e. vinna þarf B riðil til að komast upp í A riðil. Íslenska liðið hefur smátt og smátt unnið sig upp riðla og deildir og á síðasta tímabili náðist besti árangur íslenska liðsins þegar það vann til silfurverðlauna í A.riðli 2.deildar sem fram fór í Belgrad í Serbíu. Tvær landsliðsbúðir voru haldnar á tímabilinu á Íslandi og um páskana hélt liðið til Furudals í Svíþjóð þar sem æft var í fjóra daga ásamt því að spilaðir voru tveir æfingaleikir við lið sem var samansett af sterkum leikmönnum úr nágrenni Furudals. Íslenska hópinn skipa 22 leikmenn þ.e. 12 framherjar, 8 varnarmenn og 2 markmenn. Einn nýliði er í hópnum, Steindór Ingason. Fyrirliði liðsins er Ingvar Þór Jónsson en aðstoðarfyrirliðar þeir Emil Alengaard og Jón Benedikt Gíslason. Þjálfari liðsins er Tim Brithén en honum til aðstoðar er Gunnlaugar Björnsson.Landslið Íslands á heimsmeistaramót í íshokkí á Íslandi:Framherjar Emil Alengard Jón Gíslason Robin Hedström Björn Róbert Sigurðarson Jóhann Már Leifsson Egill Þormóðsson Jónas Breki Magnússon Brynjar Bergmann Úlfar Andrésson Arnþór Bjarnason Pétur Maack Andri Már MikaelssonVarnarmenn Ingvar Þór Jónsson Andri Helgason Björn Már Jakobsson Ingólfur Elíasson Birkir Árnason Orri Blöndal Steindór Ingason Ingþór ÁrnasonMarkmenn Snorri Sigurbergsson Dennis HedströmDagskrá mótsins er eftirfarandi:13. apríl 13:00 Spánn - Ástralía 16:30 Serbía - Rúmenía20:00 Ísland - Belgía14. apríl 13:00 Rúmenía - Ástralía 16:30 Belgía - Spánn20:00 Ísland - Serbía16. apríl 13:00 Rúmenía - Belgía 16:30 Serbía - Ástralía20:00 Ísland - Spánn17. apríl 13:00 Belgía - Serbía 16:30 Spánn - Rúmenía20:00 Ástralía - Ísland19. apríl 13:00 Serbía - Spánn 16:30 Ástralía - Belgía20:00 Rúmenía - Ísland
Íþróttir Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Sjá meira