Ókeypis gisting í útlöndum sigga dögg skrifar 14. apríl 2015 16:00 Vísir/Getty Nú hafa veðurfræðingar spáð fyrir leiðinda veðurfari á Íslandi komandi sumar með kulda (og örugglega snjókomu). Marga dreymir um heitari áfangastaði en buddan stoppar. Stór hluti ferðakostnaðar felst í gistingunni. Það getur því verið mikilvægt að hugsa út fyrir kassann og skoða aðra gistimöguleika sem fara betur með krónurnar. Eitt slíkt er "couch surfing" eða gisting á sófum. Þú getur bæðið boðið þinn eigin sófa eða þegið sófa hjá einhverjum öðrum en hér ertu í orðsins bókstaflegustu merkingu, á sófa viðkomandi. Fólki sem á heima þarna er enn heima og þú bara hluti af þeirra daglega lífi. Virkilega áhugavert en kannski hentugara fyrir einstaklinga frekar en fjölskyldur. Þá kemur til sögunnar húspössun. Þú borgar ekkert fyrir að vera í húsinu en það er ætlast til þess að þú haldir því snyrtilegu og hreinu og jafnvel hugsir um gæludúr og plöntur. Það eru misjafnar skyldurnar sem er ætlast til að þú sinnir en mikilvægt er að tala við húseigandann áður en þið semjið um pössunina. Fjölmargar vefsíður eins og Mind my house og House Carers bjóða upp á slíka gistingu þar sem þú getur búið til þína eigin síðu og skrifað allt um þig og óskað eftir að passa hús og séð hvað er í boði og hvar. Ef þú vilt passa gæludýr þá er Trusted housesitters góð og ef þú vilt smá lúxus þá er Luxury house sitting málið fyrir þig. Nú svo má einnig bara gera húsaskipti. Love home swap er frábær slík vefsíða. Hér skiptir þú á húsinu þínu og húsi úti í heimi, stundum fylgir bíll og stundum ekki. Ekki láta budduna stöðva þig í að ferðast á vit draumanna. Heilsa Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið
Nú hafa veðurfræðingar spáð fyrir leiðinda veðurfari á Íslandi komandi sumar með kulda (og örugglega snjókomu). Marga dreymir um heitari áfangastaði en buddan stoppar. Stór hluti ferðakostnaðar felst í gistingunni. Það getur því verið mikilvægt að hugsa út fyrir kassann og skoða aðra gistimöguleika sem fara betur með krónurnar. Eitt slíkt er "couch surfing" eða gisting á sófum. Þú getur bæðið boðið þinn eigin sófa eða þegið sófa hjá einhverjum öðrum en hér ertu í orðsins bókstaflegustu merkingu, á sófa viðkomandi. Fólki sem á heima þarna er enn heima og þú bara hluti af þeirra daglega lífi. Virkilega áhugavert en kannski hentugara fyrir einstaklinga frekar en fjölskyldur. Þá kemur til sögunnar húspössun. Þú borgar ekkert fyrir að vera í húsinu en það er ætlast til þess að þú haldir því snyrtilegu og hreinu og jafnvel hugsir um gæludúr og plöntur. Það eru misjafnar skyldurnar sem er ætlast til að þú sinnir en mikilvægt er að tala við húseigandann áður en þið semjið um pössunina. Fjölmargar vefsíður eins og Mind my house og House Carers bjóða upp á slíka gistingu þar sem þú getur búið til þína eigin síðu og skrifað allt um þig og óskað eftir að passa hús og séð hvað er í boði og hvar. Ef þú vilt passa gæludýr þá er Trusted housesitters góð og ef þú vilt smá lúxus þá er Luxury house sitting málið fyrir þig. Nú svo má einnig bara gera húsaskipti. Love home swap er frábær slík vefsíða. Hér skiptir þú á húsinu þínu og húsi úti í heimi, stundum fylgir bíll og stundum ekki. Ekki láta budduna stöðva þig í að ferðast á vit draumanna.
Heilsa Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið