Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 12. apríl 2015 14:03 Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. Vísir/GVA/Ernir Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, hefur kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti þær sálfræðigreiningar sem hann sagði í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins að hefðu verið gerðar fyrir kröfuhafa föllnu bankanna á stjórnmálamönnum. „Varla mun úrskurðarnefnd um upplýsingamál standa gegn svo sakleysislegri beiðni,“ skrifar hann á Facebook og segist strax farinn að hlakka til lestursins. „En geri ráð fyrir að fátt muni koma mér á óvart!“ Össur segir að það hljóti að teljast þarft og tímabært að brjóta þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til mergjar út frá sálfræðilegu sjónarhorni.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum „Sú skýrsla gæti orðið bókmenntaverk ársins, jafnvel best-seller ef kæmist á markað,“ segir þingmaðurinn. Össur segir einnig að slíkar sálfræðigreinar geti verið mesti skemmtilestur en hann segist hafa lesið sálfræðigreiningu um sjálfan sig frá því að hann var utanríkisráðherra. „Hún var að ýmsu leyti flatterandi, og CIA fannst ég ekki vera líkt því eins kolgeggjaður og almennt fór orð af,“ segir hann. „Þar voru lýsingar á skaphöfn minni, m.a. sagt að ég væri „mercurial“ sem er sama orðið og vel metinn sendiherra notaði í annarri lýsingu, sem Wikileaks birti lika, um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson,“ segir Össur. „Í skýrslunni um mig kom líka fram að Bandaríkin gætu ekki treyst mér gagnvart Palestínu. Þurfti nú ekki Einstein til að komast að þeirri niðurstöðu.“ Frá því að Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins að kröfuhafar föllnu bankanna hefðu tekið saman skýrslur og sálfræðigreiningar á þingmönnum og blaðamönnum hefur fréttastofa ítrekað óskað eftir því að fá þau gögn sem hann vísar til afhent, án árangurs.Sálfræðiskýrslur Sigmundar - öll gögn til fólksins!Sálgreining á stjórnmálamönnum getur verið mikill skemmtilestur. Ég...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, April 12, 2015 Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, hefur kallað eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti þær sálfræðigreiningar sem hann sagði í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins að hefðu verið gerðar fyrir kröfuhafa föllnu bankanna á stjórnmálamönnum. „Varla mun úrskurðarnefnd um upplýsingamál standa gegn svo sakleysislegri beiðni,“ skrifar hann á Facebook og segist strax farinn að hlakka til lestursins. „En geri ráð fyrir að fátt muni koma mér á óvart!“ Össur segir að það hljóti að teljast þarft og tímabært að brjóta þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, til mergjar út frá sálfræðilegu sjónarhorni.Sjá einnig: Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum „Sú skýrsla gæti orðið bókmenntaverk ársins, jafnvel best-seller ef kæmist á markað,“ segir þingmaðurinn. Össur segir einnig að slíkar sálfræðigreinar geti verið mesti skemmtilestur en hann segist hafa lesið sálfræðigreiningu um sjálfan sig frá því að hann var utanríkisráðherra. „Hún var að ýmsu leyti flatterandi, og CIA fannst ég ekki vera líkt því eins kolgeggjaður og almennt fór orð af,“ segir hann. „Þar voru lýsingar á skaphöfn minni, m.a. sagt að ég væri „mercurial“ sem er sama orðið og vel metinn sendiherra notaði í annarri lýsingu, sem Wikileaks birti lika, um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson,“ segir Össur. „Í skýrslunni um mig kom líka fram að Bandaríkin gætu ekki treyst mér gagnvart Palestínu. Þurfti nú ekki Einstein til að komast að þeirri niðurstöðu.“ Frá því að Sigmundur Davíð sagði í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins að kröfuhafar föllnu bankanna hefðu tekið saman skýrslur og sálfræðigreiningar á þingmönnum og blaðamönnum hefur fréttastofa ítrekað óskað eftir því að fá þau gögn sem hann vísar til afhent, án árangurs.Sálfræðiskýrslur Sigmundar - öll gögn til fólksins!Sálgreining á stjórnmálamönnum getur verið mikill skemmtilestur. Ég...Posted by Össur Skarphéðinsson on Sunday, April 12, 2015
Alþingi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira