Golf

Sjáðu frábært högg Tiger

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger í eldlínunni.
Tiger í eldlínunni. vísir/getty
Tiger Woods hefur verið að spila frábært golf á Masters mótinu í golfi sem fram fer á Augusta International vellinum í Bandaríkjunum. Tiger er á sex undir pari eftir hringina þrjá sem búnir eru.

Eftir þriðja hring er Tiger á sjö undir pari, en lokadagurinn á Masters-mótinu er á morgun. Jordan Spieth er efstur, en þegar þetta er skrifað er Spieth á sextán undir pari.

Það kom mörgum á óvart þegar Tiger sagði að hann gaf út að hann myndi taka þátt á Masters, en hann hafði ekki spilað á alvöru móti síðan í febrúar.

Hann datt svo í fyrsta skipti útaf topp 100 heimslista golfara fyrir skömmu, en það var í fyrsta skipti sem það gerðist í tuttugu ár að Tiger væri ekki á þeim lista.

Bandaríkjamaðurinn hefur sýnt ansi mörg skemmtileg tilþrif, en frábært högg Tiger á fjórðu holu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×