Handbolti

Tók fram skóna sex árum eftir að hann hætti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Perunicic í leik með júgóslavneska landsliðinu á ÓL í Sydney árið 2000.
Perunicic í leik með júgóslavneska landsliðinu á ÓL í Sydney árið 2000.
Serbneska skyttan Nenand Perunicic ákvað nýlega að taka fram skóna, 44 ára gamall, og spila með Rauðu stjörnunni í Belgrad.

Perunicic átti afar farsælan feril sem leikmaður en hætti að spila árið 2009. Þá hafði hann tvívegis orðið Evrópumeistari, spænskur meistari, þýskur meistari auk þess sem hann vann fjölda annarra titla.

Perunicic varð meðal annars Evrópumeistari með Ólafi Stefánssyni árið 2002, er þeir léku undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg.

Ólafur tók sjálfur óvænt fram skóna á dögunum er hann spilaði með danska liðinu KIF Kolding í tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu.

Perunicic tók árið 2013 við þjálfun Rauðu stjörnunnar og spilaði með liðinu í leik gegn Rudar Kostolac í serbnesku deildinni. Hann skoraði eitt mark en kom ekki í veg fyrir þriggja marka tap, 25-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×