Fleiri rafmagnsbílar seldir en tengiltvinnbílar Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 09:43 BMW i8 er tengiltvinnbíll. Í fyrra voru seldir fleiri hreinræktaðir rafmagnsbílar í Evrópu en tengiltvinnbílar (Plug-In-Hybrid), en það á eftir að breytast á næstunni. Sífellt fleiri tengiltvinnbílar streyma frá bílaframleiðendum og mun fleiri þannig bílgerðir verða kynntar á næstunni en bílar sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Vöxtur í sölu rafmagnsbíla var 73% í Evrópu á síðasta ári en vöxturinn í sölu tengiltvinnbíla var 26%. Búast má þó við gríðarlegri aukningu í sölu á tengiltvinnbílum á þessu ári og þeim næstu og að gríðarlega aukið framboð bílgerða með þessari tækni muni verða til þess að slíkir bílar seljist brátt í enn meira magni en rafmagnsbílar. Í fyrra seldust 58.244 rafmagnsbílar í Evrópu og 39.547 tengiltvinnbílar. Eingöngu í Noregi seldust 18.090 rafmagnsbílar í fyrra. Var vöxtur í sölu þeirra þar 130% milli ára. Næststærsta söluland rafmagnsbíla í álfunni var Frakkland með 10.56 bíl og þar á eftir Þýskaland með 8.522 bíla og svo Bretland með 7.416 bíla. Stærsta söluland tengiltvinnbíla í Evrópu er Holland með 9.938 bíla í fyrra og þar á eftir Bretland með 7.945. Spár benda til þess að sala tengiltvinnbíla árið 2020 verði orðin 1,35 milljónir bíla í heiminum og 2,7 milljónir árið 2025. Þrátt fyrir svo mikla aukningu myndi það aðeins telja um 2% allra framleiddra bíla. Þá er því spáð að rafmagnsbílar verði aðeins um 1% af öllum framleiddum bílum árið 2020. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Í fyrra voru seldir fleiri hreinræktaðir rafmagnsbílar í Evrópu en tengiltvinnbílar (Plug-In-Hybrid), en það á eftir að breytast á næstunni. Sífellt fleiri tengiltvinnbílar streyma frá bílaframleiðendum og mun fleiri þannig bílgerðir verða kynntar á næstunni en bílar sem eingöngu ganga fyrir rafmagni. Vöxtur í sölu rafmagnsbíla var 73% í Evrópu á síðasta ári en vöxturinn í sölu tengiltvinnbíla var 26%. Búast má þó við gríðarlegri aukningu í sölu á tengiltvinnbílum á þessu ári og þeim næstu og að gríðarlega aukið framboð bílgerða með þessari tækni muni verða til þess að slíkir bílar seljist brátt í enn meira magni en rafmagnsbílar. Í fyrra seldust 58.244 rafmagnsbílar í Evrópu og 39.547 tengiltvinnbílar. Eingöngu í Noregi seldust 18.090 rafmagnsbílar í fyrra. Var vöxtur í sölu þeirra þar 130% milli ára. Næststærsta söluland rafmagnsbíla í álfunni var Frakkland með 10.56 bíl og þar á eftir Þýskaland með 8.522 bíla og svo Bretland með 7.416 bíla. Stærsta söluland tengiltvinnbíla í Evrópu er Holland með 9.938 bíla í fyrra og þar á eftir Bretland með 7.945. Spár benda til þess að sala tengiltvinnbíla árið 2020 verði orðin 1,35 milljónir bíla í heiminum og 2,7 milljónir árið 2025. Þrátt fyrir svo mikla aukningu myndi það aðeins telja um 2% allra framleiddra bíla. Þá er því spáð að rafmagnsbílar verði aðeins um 1% af öllum framleiddum bílum árið 2020.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent