Robert De Niro leikur Enzo Ferrari Finnur Thorlacius skrifar 10. apríl 2015 09:13 Robert De Niro. Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent
Margir hafa haft hug á því að koma ævi Enzo Ferrari á hvíta tjaldið, en hann var stofnandi ítalska sportbílaframleiðandans. Nú stefnir loks í bíómynd um þennan litríka verkfræðing sem bæði stjórnaði rekstri Ferrari og var frægur ökumaður í keppnisakstri. Það verður enginn aukvisi sem kemur til með að leika hlutverk Enzo, eða Robert De Niro og er hann líka einn af framleiðendum bíómyndarinnar. Talsvert er þó í sýningu myndarinnar þar sem enn er verið að skrifa handritið. De Niro hefur sjálfur greint frá því að myndin verði tekin upp á Ítalíu. Einnig hefur heyrst að til greina komi að Clint Eastwood leikstýri myndinni. Samkvæmt frétt frá beska dagblaðinu The Guardian yrði líf Enzo Ferrari frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til dauða hans 1988 til umfjöllunar í myndinni.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent