„Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2015 09:30 Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play ráðstefnuna í Reykjavík. Mynd/Halldóra Ólafs Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play Reykjavík ráðstefnuna sem lauk nú í gær. Þar mátti sjá forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem og erlendra. Tengslamyndun spilaði stóran þátt í ráðstefnunni og var markmið hennar að koma forsvarsmönnum sprotafyrirtækja í samband við fjárfesta og hvora aðra. Þar ræddu vanir leikjaframleiðendur um hvaða áhættum nýliðarnir þyrftu að passa sig á og hvað hefði reynst vel.Framtíðarviðmót sýndarveruleika Mörg hinna nýju fyrirtækja hér á landi vinna að þróun leikja fyrir sýndarveruleika. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Chet Faliszek frá fyrirtækinu Valve sem fór yfir þróun sýndarveruleika. Hann fór yfir hvaða atriði framleiðendur ættu að forðast og margt fleira. Faliszek fjallaði meðal annars um ákveðið vandamál sem frumkvöðlar sýndarveruleika glíma nú við. Það er að þeir vinna nú á ókönnuðu svæði og óvíst er hvert framtíðin mun leiða þá. Sem dæmi benti hann á að á nokkrum af allra fyrstu bílunum voru sett stýri eins og eru á árábátum. Það var það sem fólk þekkti best og því var rökrétt að notast við slík stýri á bílum. Eins og frumkvöðlar bílanna uppgötvuðu þá lá framtíðin ekki í slíkum stýrum á bílum og nú er það frumkvöðla sýndarveruleika að uppgötva hvert framtíðarviðmót sýndarveruleika verði. „Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti,“ sagði Faliszek. Hann hvatti fólk til að prófa sig áfram og að hugsa út fyrir rammann.Mikil gróska á Íslandi Á ráðstefnunni var einnig haldinn kynningarkeppni þar sem forsvarsmenn sprotafyrirtækja kynntu vörur sínar fyrir fjárfestum sem voru í hlutverki dómara. Sænska fyrirtækið Poppermost vann keppnina, en í verðlaun fengu þeir miða og sýningarbás á Slush ráðstefnunni í Helsinki í nóvember. Hér á landi er mikil gróska í tölvuleikjaiðnaðinum og hefur leikjaframleiðendum farið fjölgandi síðustu misseri. Um fimm hundruð störf hafa myndast í geiranum hér á landi og veltir íslenski leikjaiðnaðurinn um tólf milljörðum króna á ári. Framtíðarsýn samtaka íslenskra leikjaframleiðenda er að gera Ísland að einu helsta leikjaframleiðslusvæði heimsins. Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play Reykjavík ráðstefnuna sem lauk nú í gær. Þar mátti sjá forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem og erlendra. Tengslamyndun spilaði stóran þátt í ráðstefnunni og var markmið hennar að koma forsvarsmönnum sprotafyrirtækja í samband við fjárfesta og hvora aðra. Þar ræddu vanir leikjaframleiðendur um hvaða áhættum nýliðarnir þyrftu að passa sig á og hvað hefði reynst vel.Framtíðarviðmót sýndarveruleika Mörg hinna nýju fyrirtækja hér á landi vinna að þróun leikja fyrir sýndarveruleika. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Chet Faliszek frá fyrirtækinu Valve sem fór yfir þróun sýndarveruleika. Hann fór yfir hvaða atriði framleiðendur ættu að forðast og margt fleira. Faliszek fjallaði meðal annars um ákveðið vandamál sem frumkvöðlar sýndarveruleika glíma nú við. Það er að þeir vinna nú á ókönnuðu svæði og óvíst er hvert framtíðin mun leiða þá. Sem dæmi benti hann á að á nokkrum af allra fyrstu bílunum voru sett stýri eins og eru á árábátum. Það var það sem fólk þekkti best og því var rökrétt að notast við slík stýri á bílum. Eins og frumkvöðlar bílanna uppgötvuðu þá lá framtíðin ekki í slíkum stýrum á bílum og nú er það frumkvöðla sýndarveruleika að uppgötva hvert framtíðarviðmót sýndarveruleika verði. „Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti,“ sagði Faliszek. Hann hvatti fólk til að prófa sig áfram og að hugsa út fyrir rammann.Mikil gróska á Íslandi Á ráðstefnunni var einnig haldinn kynningarkeppni þar sem forsvarsmenn sprotafyrirtækja kynntu vörur sínar fyrir fjárfestum sem voru í hlutverki dómara. Sænska fyrirtækið Poppermost vann keppnina, en í verðlaun fengu þeir miða og sýningarbás á Slush ráðstefnunni í Helsinki í nóvember. Hér á landi er mikil gróska í tölvuleikjaiðnaðinum og hefur leikjaframleiðendum farið fjölgandi síðustu misseri. Um fimm hundruð störf hafa myndast í geiranum hér á landi og veltir íslenski leikjaiðnaðurinn um tólf milljörðum króna á ári. Framtíðarsýn samtaka íslenskra leikjaframleiðenda er að gera Ísland að einu helsta leikjaframleiðslusvæði heimsins.
Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18
Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51
Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55
Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45