Bandaríkjamaðurinn Myron Dempsey verður með Tindastóli í leik liðsins gegn KR í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld.
Dempsey meiddist á æfingu skömmu áður en úrslitarimman gegn KR hófst. Hann fékk heilahristing eftir að hafa fengið höfuðhögg.
KR leiðir í einvígi liðanna, 2-1, en Stólarnir unnu án Demspey hér á heimavelli á Sauðárkróki í síðustu viku.
Raunar hefur KR aldrei unnið Tindastól á Sauðárkróki en vinni liðið í kvöld verður það Íslandsmeistari. Með sigri tekst Tindastóli hins vegar að þvinga fram oddaleik sem færi fram í DHL-höllinni á laugardag.
Dempsey með Tindastóli í kvöld
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn




Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni
Körfubolti


Fleiri fréttir
