„Ég bíð bara við símann“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. apríl 2015 19:30 Priyanka Thapa, nepölsk kona búsett hér á landi, hefur ekki enn heyrt frá fjölskyldu sinni eftir jarðskjálftann á laugardaginn og segist hafa þungar áhyggjur. Forsætisráðherra landsins óttast að allt að tíu þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Eyðileggingin í Nepal er gríðarleg, tugþúsundir hafa misst heimili sín og fjöldi látinna og slasaðra hækkar dag frá degi. Björgunaraðgerðir eru enn í fullum gangi en ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns, auk þess sem mikil þörf er á tjöldum og lyfjum. Móðir Priyönku og systir búa í Katmandú en hún hefur ekkert heyrt frá þeim síðan skjálftinn reið yfir en hefur þó fengið óljósar upplýsingar um að það sé í lagi með þær. „Ég er búin að reyna að hringja frá því á laugardaginn, kannski þúsund sinnum, en hef ekker heyrt,“ segir hún. Nær ekkert samband er á svæðinu en Priyanka vonar að fjölskylda hennar haldi til í neyðarskýlum í borginni. Undanfarna daga hefur hún fengið slæmar fréttir. Fimm vinir hennar létust í skjálftanum „Þetta var mjög erfitt að heyra... ég er ennþá með þau á facebook. Priyanka segist íhuga að fara út. „Það sem vantar eru neyðarbyrgðir og ég er að hugsa að peningarnir sem ég myndi nota til að kaupa flugmiða gæti ég notað til að kaupa mat fyrir fullt af fólki í Nepal. Svo ég er að hugsa um hvernig er best að safna peningum til að senda,“ segir hún og vonast til að heyra í fjölskyldu sinni um leið og samband batnar á svæðinu. „Ég bíð bara hér við símann til að ná sambandi og heyra frá mömmu minni og systur og heyra að það sé allt í lagi. Það er það sem mig langar að heyra“. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Priyanka Thapa, nepölsk kona búsett hér á landi, hefur ekki enn heyrt frá fjölskyldu sinni eftir jarðskjálftann á laugardaginn og segist hafa þungar áhyggjur. Forsætisráðherra landsins óttast að allt að tíu þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Eyðileggingin í Nepal er gríðarleg, tugþúsundir hafa misst heimili sín og fjöldi látinna og slasaðra hækkar dag frá degi. Björgunaraðgerðir eru enn í fullum gangi en ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns, auk þess sem mikil þörf er á tjöldum og lyfjum. Móðir Priyönku og systir búa í Katmandú en hún hefur ekkert heyrt frá þeim síðan skjálftinn reið yfir en hefur þó fengið óljósar upplýsingar um að það sé í lagi með þær. „Ég er búin að reyna að hringja frá því á laugardaginn, kannski þúsund sinnum, en hef ekker heyrt,“ segir hún. Nær ekkert samband er á svæðinu en Priyanka vonar að fjölskylda hennar haldi til í neyðarskýlum í borginni. Undanfarna daga hefur hún fengið slæmar fréttir. Fimm vinir hennar létust í skjálftanum „Þetta var mjög erfitt að heyra... ég er ennþá með þau á facebook. Priyanka segist íhuga að fara út. „Það sem vantar eru neyðarbyrgðir og ég er að hugsa að peningarnir sem ég myndi nota til að kaupa flugmiða gæti ég notað til að kaupa mat fyrir fullt af fólki í Nepal. Svo ég er að hugsa um hvernig er best að safna peningum til að senda,“ segir hún og vonast til að heyra í fjölskyldu sinni um leið og samband batnar á svæðinu. „Ég bíð bara hér við símann til að ná sambandi og heyra frá mömmu minni og systur og heyra að það sé allt í lagi. Það er það sem mig langar að heyra“.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira