Stjórnarformaður Volkswagen segir af sér Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 10:37 Ferdinand Piëch stjórnarformaður (til vinstri) og Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen. Ferdinand Piëch stjórnarformaður Volkswagen hefur sagt af sér. Tvær vikur eru frá því að hann greindi þýska blaðinu Der Spiegel frá því að hann treysti ekki forstjóra Volkswagen og að hann vildi ekki að hann tæki við sér sem stjórnarformaður er hann stígur úr forstjórastóli. Í það hefur stefnt lengi. Enginn annarra meðlima í stjórn Volkswagen tóku undir orð Piëch, né heldur aðrir stjórnendur fyrirtækisins. Því var Piëch afar einangraður í afstöðu sinni og það leiddi til afsagnar hans. Piëch hefur fram að þessu fengið flestu því ráðið sem hann kýs innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Piëch á 51% í Volkswagen Group ásamt fjölskyldu sinni, en hún er komin af Porsche slektinu. Þessar fréttir þykja stórar í þýska bílaheiminum og í ljósi eignarhalds Piëch og fjölskyldu hans telja margir að slagnum milli Piëch og forstjórans sé alls ekki lokið. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Ferdinand Piëch stjórnarformaður Volkswagen hefur sagt af sér. Tvær vikur eru frá því að hann greindi þýska blaðinu Der Spiegel frá því að hann treysti ekki forstjóra Volkswagen og að hann vildi ekki að hann tæki við sér sem stjórnarformaður er hann stígur úr forstjórastóli. Í það hefur stefnt lengi. Enginn annarra meðlima í stjórn Volkswagen tóku undir orð Piëch, né heldur aðrir stjórnendur fyrirtækisins. Því var Piëch afar einangraður í afstöðu sinni og það leiddi til afsagnar hans. Piëch hefur fram að þessu fengið flestu því ráðið sem hann kýs innan hinnar stóru Volkswagen bílafjölskyldu. Piëch á 51% í Volkswagen Group ásamt fjölskyldu sinni, en hún er komin af Porsche slektinu. Þessar fréttir þykja stórar í þýska bílaheiminum og í ljósi eignarhalds Piëch og fjölskyldu hans telja margir að slagnum milli Piëch og forstjórans sé alls ekki lokið.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent