Fredinburg var verkfræðingur og ætlaði að klífa Everest ásamt þremur vinnufélögum sínum. Hann lýsti sjálfum sér sem ævintýramanni, ekki fjallgöngugarpi.
Systir Fredinburg, Megan, setti mynd á Instagram-síðu hans á laugardag. Í texta sem hún skrifar við myndina upplýsir hún að bróðir hennar hafi látist af völdum höfuðáverka sem hann hlaut er snjóflóðið féll á búðirnar.
Samstarfsmenn Fredinburg lifðu snjóflóðið af, að því er segir í yfirlýsingu frá Google. Í henni kemur jafnframt fram að fyrirtækið ætli að leggja eina milljón bandaríkjadala í neyðaraðstoð vegna skjálftans.