Birkir Bjarnason skoraði eina mark leiksins þegar Pescara bar sigurorð af Virtus Lanciano í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Mark Birkis kom á 75. mínútu en þetta var áttunda deildarmark íslenska landsliðsmannsins í vetur.
Með sigrinum komst Pescara upp í 6. sæti deildarinnar en liðin sem enda í 3.-8. sæti fara í umspil um eitt laust sæti í efstu deild að ári.
Birkir tryggði Pescara stigin þrjú
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
