Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm samkvæmt kröfu sérstaks saksóknara. Hæstiréttur telur óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, gefi tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Málin var í dag vísað aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“. Tilefni ummælanna voru ummæli Ólafs þar sem hann sagðist ekki hafa vitað af tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. „Þessi gildishlöðnu ummæli meðdómsmannsins verða ekki skilin öðru vísi en sem tjáning á neikvæðu viðhorfi hans til embættis sérstaks saksóknara og starfsemi þess,“ segir í dómi Hæstaréttar um ummælin.Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þetta eru þó ekki einu ummælin sem Hæstiréttur vísar til í niðurstöðu sinni. Rifjuð voru upp ummæli hans úr sama fréttatíma þar sem hann sagðist ekki trúa því „í eina sekúndu“ að sérstökum saksóknara hafi ekki verið kunnugt um tengsl sín við bróður sinn. Þá sagðist Sverrir trúa því fastlega að saksóknarinn hafi vitað um þau allan tímann þó hann fullyrti hið gagnstæða. Annars bæri það „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“ sem bæru „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“. Viðbrögðin væru hæpin, þau bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir“ og læddist sá grunur að meðdómsmanninum að í raun gerði saksóknarinn þetta til „að veikja dóminn.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hæstiréttur telur óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, gefi tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Málin var í dag vísað aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“. Tilefni ummælanna voru ummæli Ólafs þar sem hann sagðist ekki hafa vitað af tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. „Þessi gildishlöðnu ummæli meðdómsmannsins verða ekki skilin öðru vísi en sem tjáning á neikvæðu viðhorfi hans til embættis sérstaks saksóknara og starfsemi þess,“ segir í dómi Hæstaréttar um ummælin.Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þetta eru þó ekki einu ummælin sem Hæstiréttur vísar til í niðurstöðu sinni. Rifjuð voru upp ummæli hans úr sama fréttatíma þar sem hann sagðist ekki trúa því „í eina sekúndu“ að sérstökum saksóknara hafi ekki verið kunnugt um tengsl sín við bróður sinn. Þá sagðist Sverrir trúa því fastlega að saksóknarinn hafi vitað um þau allan tímann þó hann fullyrti hið gagnstæða. Annars bæri það „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“ sem bæru „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“. Viðbrögðin væru hæpin, þau bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir“ og læddist sá grunur að meðdómsmanninum að í raun gerði saksóknarinn þetta til „að veikja dóminn.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10