Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 11:51 Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, lengst til vinstri. Saksóknari spilaði brot úr símtali Péturs við Ingólf í dómssal. Vísir/GVA Gríðarlegur fjöldi málsgagna er undir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en aðalmeðferð fer þessa dagana fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú einn ákærðu, Pétur Kristinn Guðmarsson, út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til. Hann hefur meðal annars spilað fjölda símtala í dómnum og spurt Pétur út úr þeim. Pétur var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: IH: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” PMG: „Hann er bara að lúra og mala.” IH: „Er það ekki?” PMG: „Jú.” IH: „Er hann ekki snöggur upp ef það er sparkað í hann.” PMG: „Ég held það.” Ingólfur spyr Pétur svo hvað þeir séu búnir að kaupa mikið í dag og seinna í símtalinu segist Pétur vera með tvö kauptilboð á markaðnum: PMG: „Þetta er raunveruleg kauphlið.” IH: „Þetta er heilbrigt og flott í bili.” Undir lokin segir Ingólfur að þeir skuli svo sjá „hvort að kötturinn nái ekki aðeins að ... þegar líður á daginn.” Síðar sama dag töluðu Pétur og Ingólfur aftur saman og þá aftur um köttinn. Saksóknari virðist líta svo á að það sé tilvísun í hlutabréf Kaupþings. Ingólfur spyr Pétur hvar hann ætli að loka „kettinum í dag.” Pétur svaraði því að þeir myndu örugglega loka í 700. Svo segir hann: „En það eru gríðarlega fínar kauphliðar í bankanum fyrir utan okkur. [...] Það svona finnst mér heilbrigt að sjá.” Saksóknari spurði Pétur hvað Ingólfur hefði átt við með spurningunni um hvar hann ætlaði að loka kettinum í dag. „Hann er að vísa í hvað við ætlum að gera í lokun. Hvað ætlarðu að kaupa og selja í lokun.” Björn spurði þá hvort það hafi verið þeirra að ákveða hlutabréfaverðið í lok dags. „Við erum bara þátttakendur á markaði. Það er ekkert óeðlilegt að taka þátt í því.” Saksóknari benti þá á að það væri óeðlilegt að stefna að vissu gengi. „Við erum þarna að tala um að kaupa bréfin á 700. Ég bendi réttinum á að þetta lokaði í 701. [...] Þú ert að segja að við séum að stjórna markaðnum en það eru aðrir á markaðnum. Það er markaðarins að ákveða verðið í lok dags.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi málsgagna er undir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en aðalmeðferð fer þessa dagana fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú einn ákærðu, Pétur Kristinn Guðmarsson, út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til. Hann hefur meðal annars spilað fjölda símtala í dómnum og spurt Pétur út úr þeim. Pétur var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: IH: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” PMG: „Hann er bara að lúra og mala.” IH: „Er það ekki?” PMG: „Jú.” IH: „Er hann ekki snöggur upp ef það er sparkað í hann.” PMG: „Ég held það.” Ingólfur spyr Pétur svo hvað þeir séu búnir að kaupa mikið í dag og seinna í símtalinu segist Pétur vera með tvö kauptilboð á markaðnum: PMG: „Þetta er raunveruleg kauphlið.” IH: „Þetta er heilbrigt og flott í bili.” Undir lokin segir Ingólfur að þeir skuli svo sjá „hvort að kötturinn nái ekki aðeins að ... þegar líður á daginn.” Síðar sama dag töluðu Pétur og Ingólfur aftur saman og þá aftur um köttinn. Saksóknari virðist líta svo á að það sé tilvísun í hlutabréf Kaupþings. Ingólfur spyr Pétur hvar hann ætli að loka „kettinum í dag.” Pétur svaraði því að þeir myndu örugglega loka í 700. Svo segir hann: „En það eru gríðarlega fínar kauphliðar í bankanum fyrir utan okkur. [...] Það svona finnst mér heilbrigt að sjá.” Saksóknari spurði Pétur hvað Ingólfur hefði átt við með spurningunni um hvar hann ætlaði að loka kettinum í dag. „Hann er að vísa í hvað við ætlum að gera í lokun. Hvað ætlarðu að kaupa og selja í lokun.” Björn spurði þá hvort það hafi verið þeirra að ákveða hlutabréfaverðið í lok dags. „Við erum bara þátttakendur á markaði. Það er ekkert óeðlilegt að taka þátt í því.” Saksóknari benti þá á að það væri óeðlilegt að stefna að vissu gengi. „Við erum þarna að tala um að kaupa bréfin á 700. Ég bendi réttinum á að þetta lokaði í 701. [...] Þú ert að segja að við séum að stjórna markaðnum en það eru aðrir á markaðnum. Það er markaðarins að ákveða verðið í lok dags.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34
Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57