Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 11:51 Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, lengst til vinstri. Saksóknari spilaði brot úr símtali Péturs við Ingólf í dómssal. Vísir/GVA Gríðarlegur fjöldi málsgagna er undir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en aðalmeðferð fer þessa dagana fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú einn ákærðu, Pétur Kristinn Guðmarsson, út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til. Hann hefur meðal annars spilað fjölda símtala í dómnum og spurt Pétur út úr þeim. Pétur var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: IH: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” PMG: „Hann er bara að lúra og mala.” IH: „Er það ekki?” PMG: „Jú.” IH: „Er hann ekki snöggur upp ef það er sparkað í hann.” PMG: „Ég held það.” Ingólfur spyr Pétur svo hvað þeir séu búnir að kaupa mikið í dag og seinna í símtalinu segist Pétur vera með tvö kauptilboð á markaðnum: PMG: „Þetta er raunveruleg kauphlið.” IH: „Þetta er heilbrigt og flott í bili.” Undir lokin segir Ingólfur að þeir skuli svo sjá „hvort að kötturinn nái ekki aðeins að ... þegar líður á daginn.” Síðar sama dag töluðu Pétur og Ingólfur aftur saman og þá aftur um köttinn. Saksóknari virðist líta svo á að það sé tilvísun í hlutabréf Kaupþings. Ingólfur spyr Pétur hvar hann ætli að loka „kettinum í dag.” Pétur svaraði því að þeir myndu örugglega loka í 700. Svo segir hann: „En það eru gríðarlega fínar kauphliðar í bankanum fyrir utan okkur. [...] Það svona finnst mér heilbrigt að sjá.” Saksóknari spurði Pétur hvað Ingólfur hefði átt við með spurningunni um hvar hann ætlaði að loka kettinum í dag. „Hann er að vísa í hvað við ætlum að gera í lokun. Hvað ætlarðu að kaupa og selja í lokun.” Björn spurði þá hvort það hafi verið þeirra að ákveða hlutabréfaverðið í lok dags. „Við erum bara þátttakendur á markaði. Það er ekkert óeðlilegt að taka þátt í því.” Saksóknari benti þá á að það væri óeðlilegt að stefna að vissu gengi. „Við erum þarna að tala um að kaupa bréfin á 700. Ég bendi réttinum á að þetta lokaði í 701. [...] Þú ert að segja að við séum að stjórna markaðnum en það eru aðrir á markaðnum. Það er markaðarins að ákveða verðið í lok dags.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi málsgagna er undir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en aðalmeðferð fer þessa dagana fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú einn ákærðu, Pétur Kristinn Guðmarsson, út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til. Hann hefur meðal annars spilað fjölda símtala í dómnum og spurt Pétur út úr þeim. Pétur var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: IH: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” PMG: „Hann er bara að lúra og mala.” IH: „Er það ekki?” PMG: „Jú.” IH: „Er hann ekki snöggur upp ef það er sparkað í hann.” PMG: „Ég held það.” Ingólfur spyr Pétur svo hvað þeir séu búnir að kaupa mikið í dag og seinna í símtalinu segist Pétur vera með tvö kauptilboð á markaðnum: PMG: „Þetta er raunveruleg kauphlið.” IH: „Þetta er heilbrigt og flott í bili.” Undir lokin segir Ingólfur að þeir skuli svo sjá „hvort að kötturinn nái ekki aðeins að ... þegar líður á daginn.” Síðar sama dag töluðu Pétur og Ingólfur aftur saman og þá aftur um köttinn. Saksóknari virðist líta svo á að það sé tilvísun í hlutabréf Kaupþings. Ingólfur spyr Pétur hvar hann ætli að loka „kettinum í dag.” Pétur svaraði því að þeir myndu örugglega loka í 700. Svo segir hann: „En það eru gríðarlega fínar kauphliðar í bankanum fyrir utan okkur. [...] Það svona finnst mér heilbrigt að sjá.” Saksóknari spurði Pétur hvað Ingólfur hefði átt við með spurningunni um hvar hann ætlaði að loka kettinum í dag. „Hann er að vísa í hvað við ætlum að gera í lokun. Hvað ætlarðu að kaupa og selja í lokun.” Björn spurði þá hvort það hafi verið þeirra að ákveða hlutabréfaverðið í lok dags. „Við erum bara þátttakendur á markaði. Það er ekkert óeðlilegt að taka þátt í því.” Saksóknari benti þá á að það væri óeðlilegt að stefna að vissu gengi. „Við erum þarna að tala um að kaupa bréfin á 700. Ég bendi réttinum á að þetta lokaði í 701. [...] Þú ert að segja að við séum að stjórna markaðnum en það eru aðrir á markaðnum. Það er markaðarins að ákveða verðið í lok dags.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34
Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57