Viðræður komnar í strand Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2015 12:13 Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Verkfall 2016 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Verkfall 2016 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira