Laxveiðiperlur lagðar að veði fyrir nýtt eldisævintýri Karl Lúðvíksson skrifar 30. apríl 2015 10:16 Eldiskvíar í óþekktum Norskum firði Mynd úr safni Veiðimenn og veiðiréttareigendur er uggandi yfir þeim laxeldiskvíum sem stefnt er að leggja í Eyjafjörð og Ísafjarðardjúp. Það er alveg sama við hvern rætt er í veiðiheiminum, þar eru allir sammála um að þetta séu einhver verstu mistök sem hægt væri að gera þar sem hagsmunum þeirra sem byggja á stangveiði og þeirri þjónustu sem hún selur til innlendra og erlendra veiðimanna er fórnað fyrir hagsmunum fyrirtækja í fiskeldi. Ekki nóg með að það sé margsýnt og sannað í Noregi, sem dæmi, að stórvaxin kvíaeldi hafi valdið því sem næst óbætanlegum skaða á lífríki í sjónum í kringum kvíarnar þá er annar þáttur sem mönnum þykir því sem næst óskiljanlegt að sé jafnvel verið að ræða en það er að heimila eldi á norskum laxi í þessum kvíum. Kvíarnar eru svipaðrar gerðar og notaðar eru í Noregi þar sem reglulega berast fréttir af laxi sem sleppur úr þeim vegna veðurs sem oft geysar við Norsku Vesturströndina, ekkert ósvipað og slagveðrin sem dynja á okkur. Þarna er ekki verið að tala um nokkra laxa, ekki nokkur hundruð, heldur er fjöldi þeira sem sleppur árlega talinn í tugum þúsunda laxa og á þessu ári hafa borist fréttir frá Noregi þar sem fjöldi laxa sem talinn er hafa sloppið á árinu að nálgast 300.000. Vissulega eru miklu fleiri kvíar við Noreg en það breytir því ekki að þó þær verði færri hér er engin leið að koma í veg fyrir að árlega sleppi einhverjir laxar úr kvíunum og gangi í árnar í kring. Því hefur verið haldið fram af eldisframleiðendum að laxarnir syndi bara um eftir að þeir sleppa og gangi ekki í árnar. Þetta vita veiðimenn að er fjarri lagi því árlega veiðast laxar sem eru greinilega úr eldi og til að hafa það staðfest hafa hreistursýni sem hafa verið tekin af þeim tekið af allan vafa. Þegar, ekki ef, norskir laxar sleppa úr kvíum við Ísland eru þeir ekki það þjóðernissinnaðir að þeir hafa sig aftur til Noregs, nei þeir finna sér Íslenska á við hæfi og blanda þar erfðaefnum sína við hreina laxastofna landsins. Þetta er umhverfislegt stórslys sem hefur þegar skaðað Norskar ár svo mikið að Norðmenn sjálfir eru farnir að hugsa sinn gang um að færa laxeldi í meiri mæli úr sjó og upp á land. En þar í landi eru margar árnar svo illa farnar að þeim verður ekki bjargað og þeim sem verður bjargað ná sér ekki nema að hluta og það gæti tekið áratugi. Veiðimenn spyrja því stjórnmálamenn í dag hvort þeir séu tilbúnir að leggja Laxá í Aðaldal, Fnjóská, Laxá á Ásum, Laugardaglsá, Langadalsá, Blöndu, Víðidalsá, Vatnsdalsá, bara svo nokkrar séu nefndar, að veði til að hægt verði að ala Norska eldislaxa í nágrenni þessara laxveiðiáa með tilheyrandi áhættu um óafturkræf umhverfisspjöll á þessum perlum. Jákvæðu rökin sem síðan falla með þessum framkvæmdum fjalla um atvinnu- og gjaldeyrissköpun og þá er verið að tala um nokkra tugi beinna starfa og einhverra tengda þjónustu við starfsemina. En fari illa eru öll störf sem tengjast sölu laxveiðileyfa, veiðibúnaðar og þjónustu tengda þeim þúsundum innlendra og fleiri hundruðum erlendra veiðimanna sem koma til landsins með sinn gjaldeyri á hverju ári gert að engu. Þá er það spurningin hvort er stjórnmálamönnum meira virði? Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði
Veiðimenn og veiðiréttareigendur er uggandi yfir þeim laxeldiskvíum sem stefnt er að leggja í Eyjafjörð og Ísafjarðardjúp. Það er alveg sama við hvern rætt er í veiðiheiminum, þar eru allir sammála um að þetta séu einhver verstu mistök sem hægt væri að gera þar sem hagsmunum þeirra sem byggja á stangveiði og þeirri þjónustu sem hún selur til innlendra og erlendra veiðimanna er fórnað fyrir hagsmunum fyrirtækja í fiskeldi. Ekki nóg með að það sé margsýnt og sannað í Noregi, sem dæmi, að stórvaxin kvíaeldi hafi valdið því sem næst óbætanlegum skaða á lífríki í sjónum í kringum kvíarnar þá er annar þáttur sem mönnum þykir því sem næst óskiljanlegt að sé jafnvel verið að ræða en það er að heimila eldi á norskum laxi í þessum kvíum. Kvíarnar eru svipaðrar gerðar og notaðar eru í Noregi þar sem reglulega berast fréttir af laxi sem sleppur úr þeim vegna veðurs sem oft geysar við Norsku Vesturströndina, ekkert ósvipað og slagveðrin sem dynja á okkur. Þarna er ekki verið að tala um nokkra laxa, ekki nokkur hundruð, heldur er fjöldi þeira sem sleppur árlega talinn í tugum þúsunda laxa og á þessu ári hafa borist fréttir frá Noregi þar sem fjöldi laxa sem talinn er hafa sloppið á árinu að nálgast 300.000. Vissulega eru miklu fleiri kvíar við Noreg en það breytir því ekki að þó þær verði færri hér er engin leið að koma í veg fyrir að árlega sleppi einhverjir laxar úr kvíunum og gangi í árnar í kring. Því hefur verið haldið fram af eldisframleiðendum að laxarnir syndi bara um eftir að þeir sleppa og gangi ekki í árnar. Þetta vita veiðimenn að er fjarri lagi því árlega veiðast laxar sem eru greinilega úr eldi og til að hafa það staðfest hafa hreistursýni sem hafa verið tekin af þeim tekið af allan vafa. Þegar, ekki ef, norskir laxar sleppa úr kvíum við Ísland eru þeir ekki það þjóðernissinnaðir að þeir hafa sig aftur til Noregs, nei þeir finna sér Íslenska á við hæfi og blanda þar erfðaefnum sína við hreina laxastofna landsins. Þetta er umhverfislegt stórslys sem hefur þegar skaðað Norskar ár svo mikið að Norðmenn sjálfir eru farnir að hugsa sinn gang um að færa laxeldi í meiri mæli úr sjó og upp á land. En þar í landi eru margar árnar svo illa farnar að þeim verður ekki bjargað og þeim sem verður bjargað ná sér ekki nema að hluta og það gæti tekið áratugi. Veiðimenn spyrja því stjórnmálamenn í dag hvort þeir séu tilbúnir að leggja Laxá í Aðaldal, Fnjóská, Laxá á Ásum, Laugardaglsá, Langadalsá, Blöndu, Víðidalsá, Vatnsdalsá, bara svo nokkrar séu nefndar, að veði til að hægt verði að ala Norska eldislaxa í nágrenni þessara laxveiðiáa með tilheyrandi áhættu um óafturkræf umhverfisspjöll á þessum perlum. Jákvæðu rökin sem síðan falla með þessum framkvæmdum fjalla um atvinnu- og gjaldeyrissköpun og þá er verið að tala um nokkra tugi beinna starfa og einhverra tengda þjónustu við starfsemina. En fari illa eru öll störf sem tengjast sölu laxveiðileyfa, veiðibúnaðar og þjónustu tengda þeim þúsundum innlendra og fleiri hundruðum erlendra veiðimanna sem koma til landsins með sinn gjaldeyri á hverju ári gert að engu. Þá er það spurningin hvort er stjórnmálamönnum meira virði?
Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði