Forstjóri Landspítalans: Raunverulega hætta á því að einhver skaðist eða láti lífið Stefán Árni Pálsson skrifar 8. maí 2015 22:01 Páll Matthíasson. Vísir/Valli Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í pistli sínum á vefsíðu Landspítalans, að verkfall aðildarfélaga BHM geti dregið fólk til dauða. „Róðurinn er farinn að þyngjast allverulega og fyrir liggur að margir stjórnendur og starfsmenn eru orðnir mjög áhyggjufullir. Sífellt fleiri telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga okkar við þær aðstæður sem skapast hafa,“ segir Páll en verkfall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á Landspítalanum hafa nú staðið í 32 daga. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans og ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga.“Önnur verkefni sem mega ekki dragast endalaust Hann segir að áríðandi sé að landsmenn og deiluaðilar geri sér ljóst að þó Landspítali veiti bráðaþjónustu séu önnur regluleg verkefni þess eðlis að þau megi ekki draga endalaust. „Mikilvægt er að árétta að þar sem greiningarrannsóknir hafa nú dregist úr öllu hófi hefur Landspítali ekki að fullu yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann sinnir og getur ekki tryggt að sjúklingum sé rétt forgangsraðað. Við óttumst því að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.“ Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, hundruðum dag- og göngudeildakoma og þúsundum rannsókna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru ekki aðeins tölur á blaði heldur eru þarna að baki sjúklingar, oftar en ekki alvarlega veikir sem verða fyrir vaxandi óæskilegum áhrifum. Sem dæmi má nefna að þó að flestir skilji að ýmsar bæklunaraðgerðir geti beðið um tíma getur slíkt ekki gengið til lengdar, þjáningar sjúklinga vaxa eftir því sem biðin lengist og líkur á alvarlegum vandamálum aukast,“ ritar Páll. Hann bætir við að hvað meðferðum krabbameinssjúkra varðar þá sé staðfest að tafir hafi orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafi lengst fram úr hófi og rof hafi orðið í meðferð sjúklinga.Mikil hætta á ferð „Fleira mætti nefna en niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta er á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta óvissuástand veldur sjúklingum. Gæði þeirrar þjónustu sem er nú unnt að veita á Landspítala í yfirstandandi verkfalli eru umtalsvert lakari en alla jafna. Það er mat sérfræðinga okkar að raunveruleg hætta sé á að einhver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfallsins, muni gera það eða jafnvel láta lífið.“ Páll segir að verkföll og vinnudeilur í heilbrigðisþjónustu séu afar flóknar í framkvæmd. „Í viðkvæmri og fjölbreyttri starfsemi eins og á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í pistli sínum á vefsíðu Landspítalans, að verkfall aðildarfélaga BHM geti dregið fólk til dauða. „Róðurinn er farinn að þyngjast allverulega og fyrir liggur að margir stjórnendur og starfsmenn eru orðnir mjög áhyggjufullir. Sífellt fleiri telja sig ekki geta tryggt öryggi sjúklinga okkar við þær aðstæður sem skapast hafa,“ segir Páll en verkfall fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á Landspítalanum hafa nú staðið í 32 daga. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans og ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga.“Önnur verkefni sem mega ekki dragast endalaust Hann segir að áríðandi sé að landsmenn og deiluaðilar geri sér ljóst að þó Landspítali veiti bráðaþjónustu séu önnur regluleg verkefni þess eðlis að þau megi ekki draga endalaust. „Mikilvægt er að árétta að þar sem greiningarrannsóknir hafa nú dregist úr öllu hófi hefur Landspítali ekki að fullu yfirsýn yfir þann sjúklingahóp sem hann sinnir og getur ekki tryggt að sjúklingum sé rétt forgangsraðað. Við óttumst því að ekki sé hægt að tryggja öryggi sjúklinga.“ Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, hundruðum dag- og göngudeildakoma og þúsundum rannsókna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að þetta eru ekki aðeins tölur á blaði heldur eru þarna að baki sjúklingar, oftar en ekki alvarlega veikir sem verða fyrir vaxandi óæskilegum áhrifum. Sem dæmi má nefna að þó að flestir skilji að ýmsar bæklunaraðgerðir geti beðið um tíma getur slíkt ekki gengið til lengdar, þjáningar sjúklinga vaxa eftir því sem biðin lengist og líkur á alvarlegum vandamálum aukast,“ ritar Páll. Hann bætir við að hvað meðferðum krabbameinssjúkra varðar þá sé staðfest að tafir hafi orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafi lengst fram úr hófi og rof hafi orðið í meðferð sjúklinga.Mikil hætta á ferð „Fleira mætti nefna en niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta er á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða, fyrir utan þann kvíða sem þetta óvissuástand veldur sjúklingum. Gæði þeirrar þjónustu sem er nú unnt að veita á Landspítala í yfirstandandi verkfalli eru umtalsvert lakari en alla jafna. Það er mat sérfræðinga okkar að raunveruleg hætta sé á að einhver hafi skaðast vegna afleiðinga verkfallsins, muni gera það eða jafnvel láta lífið.“ Páll segir að verkföll og vinnudeilur í heilbrigðisþjónustu séu afar flóknar í framkvæmd. „Í viðkvæmri og fjölbreyttri starfsemi eins og á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira