Húseyjakvísl hefur gefið um 200 fiska það sem af er vori Karl Lúðviksson skrifar 8. maí 2015 16:21 Flottur sjóbirtingur úr Húseyjakvísl í höndum bresks veiðimanns sem landaði fiskinum Mynd: Stjáni Ben Það hefur verið heldur mikil vetrartíð á norðurlandi síðustu daga og það gerir alla veiði heldur erfiða þar sem það frýs í lykkjum í frostinu. Þrátt fyrir þetta eru veiðimenn duglegir að mæta við bakkann og þær ár fyrir norðan sem eru opnar í vorveiðinni hafa margar gert ágæta hluti. Það er þó líklega óhætt að halda því fram að Húseyjakvísl beri af hvað varðar veiðina á norðurlandi í vor en samkvæmt Stjána Ben leiðsögumanni sem var að koma úr ánni eru komnir um 200 fiskar til bókar. Það sem vekur athygli er að sjóbirtingurinn fer bara stækkandi og áður fyrr þótti það afar gott að ná í 70-80 sm birtinga en þeir eru í dag bara nokkuð nálægt meðalstærð í bókinni. Við fengum smá frétt frá Stjána sem var að koma úr Húseyjakvísl. "Ég var staddur í Húseyjarkvísl með tvo breta sem eru við veiðar í annað og þriðja skiptið í Húseyjarkvísl. Við vorum seinir á staðinn á laugardaginn og ákváðum að hvíla ána til sunnudags. Hófum leik á sunnudagsmorgni í blíðskaparveðri og rétt fyrir hádegi þegar sólin hafði hitað ána aðeins rákum við í fyrsta fiskinn, fallegan 70 cm hnausþykkan sjóbirting. Skömmu síðar fengum við annan stærri á sama stað og ég er viss um að ég hafi mælt hann eitthvað vitlaust því ég trúi því varla að hann hafi verið „bara“ 76 cm. Þegar ég sá hann fyrst hugsaði ég með mér að þarna væri 90 cm fiskur. Ummálið var rosalegt eða 46 cm og þess má geta að 101 cm birtingurinn sem Hörður Birgir fékk um daginn var 47 cm í ummál. Þennan fyrsta dag fengum við 20 fiska og voru allir birtingarnir hnausþykkir. Mánudagurinn byrjaði vel líka og við fengum fljótlega tvo 75 cm, einn 70 cm og einn 58 cm birtinga. Það er rosalega kalt í norðanáttinni og áin minnkar í vatni daglega. Sama veðrið dag eftir dag og það hefur hægst á veiðinni. Erum samtals komnir með 33 fiska, mest birtinga en eitthvað af urriða og einn hoplax líka. Veiðin hefur gengið ágætlega í vor í Húseyjarkvísl og rúmlega 200 fiskar komnir á land og þar af margir lurkar. Ástandið á fiskunum sem við erum að fá núna er rosalegt, allir fiskarnir hnausþykkir". Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði
Það hefur verið heldur mikil vetrartíð á norðurlandi síðustu daga og það gerir alla veiði heldur erfiða þar sem það frýs í lykkjum í frostinu. Þrátt fyrir þetta eru veiðimenn duglegir að mæta við bakkann og þær ár fyrir norðan sem eru opnar í vorveiðinni hafa margar gert ágæta hluti. Það er þó líklega óhætt að halda því fram að Húseyjakvísl beri af hvað varðar veiðina á norðurlandi í vor en samkvæmt Stjána Ben leiðsögumanni sem var að koma úr ánni eru komnir um 200 fiskar til bókar. Það sem vekur athygli er að sjóbirtingurinn fer bara stækkandi og áður fyrr þótti það afar gott að ná í 70-80 sm birtinga en þeir eru í dag bara nokkuð nálægt meðalstærð í bókinni. Við fengum smá frétt frá Stjána sem var að koma úr Húseyjakvísl. "Ég var staddur í Húseyjarkvísl með tvo breta sem eru við veiðar í annað og þriðja skiptið í Húseyjarkvísl. Við vorum seinir á staðinn á laugardaginn og ákváðum að hvíla ána til sunnudags. Hófum leik á sunnudagsmorgni í blíðskaparveðri og rétt fyrir hádegi þegar sólin hafði hitað ána aðeins rákum við í fyrsta fiskinn, fallegan 70 cm hnausþykkan sjóbirting. Skömmu síðar fengum við annan stærri á sama stað og ég er viss um að ég hafi mælt hann eitthvað vitlaust því ég trúi því varla að hann hafi verið „bara“ 76 cm. Þegar ég sá hann fyrst hugsaði ég með mér að þarna væri 90 cm fiskur. Ummálið var rosalegt eða 46 cm og þess má geta að 101 cm birtingurinn sem Hörður Birgir fékk um daginn var 47 cm í ummál. Þennan fyrsta dag fengum við 20 fiska og voru allir birtingarnir hnausþykkir. Mánudagurinn byrjaði vel líka og við fengum fljótlega tvo 75 cm, einn 70 cm og einn 58 cm birtinga. Það er rosalega kalt í norðanáttinni og áin minnkar í vatni daglega. Sama veðrið dag eftir dag og það hefur hægst á veiðinni. Erum samtals komnir með 33 fiska, mest birtinga en eitthvað af urriða og einn hoplax líka. Veiðin hefur gengið ágætlega í vor í Húseyjarkvísl og rúmlega 200 fiskar komnir á land og þar af margir lurkar. Ástandið á fiskunum sem við erum að fá núna er rosalegt, allir fiskarnir hnausþykkir".
Stangveiði Mest lesið Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gunnar Bender með nýjan veiðiþátt Veiði