Verður næsti leikjarisinn íslenskur? Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2015 13:30 Solid Clouds hópurinn. Á frumkvöðlastofu Innovit House í Eiðistorgi er starfrækt lítið fyrirtæki sem ekki hefur farið mikið fyrir, en miklar vonir eru bundnar við. Það er tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds. Þar hafa starfsmenn fyrirtækisins unnið að gerð tölvuleiks frá sumrinu 2013. Þeir komu fyrst opinberlega fram á Slush Play með innsýn inn í leik sinn sem þeir hafa unnið undir radarnum til þessa. Blaðamaður Vísis fór og ræddi við Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóra Solid Clouds, um fyrirtækið og leikinn. Stefán er frumkvöðull fyrirtækisins, einn fjögurra samstofnenda en hann segir hugmyndina hafa verið í loftinu í um tuttugu ár. Hún hafi fyrst myndast innan hóps sem spilaði reglulega borðspilið Empires in Arms. Nú eru þeir í raun að búa til sitt fullkomna borðspil – með tækni sem varla er hægt að bera saman við það sem fyrir er á markaðnum.Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri Solid Clouds.Leikurinn gengur undir vinnuheitinu Prosper og svipar í raun til borðspils fyrir fimm til tuttugu þúsund spilara, sem berjast um yfirráð á gríðarlega stóru korti. Stefán segir að leikurinn verði gefinn út næsta sumar.Hver leikur tekur sex mánuði „Ímyndaðu þér Matador á sterum. Það eru ein og hálf milljón reita á kortinu og hver leikur tekur um sex mánuði,“ segir Stefán. Aðgerðir spilara í leiknum eru í rauntíma og andstætt flestum netleikjum eins og EVE Online, þar sem geimskip spilara hverfa þegar þeir skrá sig út, þá heldur leikurinn áfram. Í byrjun hvers leiks stýra spilarar litlu svæði í stórum geimi og markmiðið er að stækka við sig og mynda bandalög við spilara um heim allan. Stefán segir að það fyrsta sem spilarar þurfi að gera þegar þeir byrji, sé að koma ró á svæðið í kringum sig. Mynda bandalög og gera út af við óvinveitta spilara. „Þú vilt helst að það sé um tíu tíma flug í næsta óvin. Þá getur þú allavega farið að sofa rólegur.“ Hann segir leikinn vera kjörinn til að hafa í gangi í bakgrunninum hvort sem þú sért heima, í vinnu eða skóla. „Fyrstu mánuðir leiksins eru leikmenn að koma sjálfum sér fyrir á kortinu. Mánuði þrjú og fjögur eru þeir kannski komnir í bandalög sem eru að mynda tengsl við önnur slík. Síðust tvo mánuðina er kortið komið á fleygiferð í baráttu um sigur.“ Á þessu myndbandi sem sýnt var á Slush Reykjavík ráðstefnunni í síðustu viku er hægt að sjá umfang og stærð kortsins í Prosper. Myndbandinu er ekki ætlað að sýna útlit leiksins eða spilun þar sem hann er auðvitað enn í þróun. Einnig er vert að benda á að það er ekkert hljóð á myndbandinu.Herkænska sem gott er að kunna „Þetta er leikur sem nýtur sín á fyrst og fremst á stórum skjá, en við erum að hugsa um vafra og einnig spjaldtölvur.“ Stefán segir einnig að vilji sé fyrir að koma leiknum inn í snjallsíma að einhverju leyti en hvernig það verði gert liggi ekki fyrir að fullu. Stærð kortsins er þó ekki allt og Stefán segir að í leiknum verði nóg af verkefnum fyrir spilara að leysa. Samskipti við aðra leikmenn munu þar að auki spila stóran þátt í Prosper. Stefán segir að gott samskiptakerfi og mikil samskipti á milli spilara sé mjög mikilvægt til að halda spilurum í leiknum. „Ef þú vilt halda spilurum lengur en í sex mánuði þarftu að vera með góð samskipti við aðra. Ef þú ert einn að spila út í horni endist þú í sex mánuði. Ef þú kemst í bandalag og samskipti aðra spilara, þá eru þessir sex mánuðir kannski orðin nokkur ár eða mögulega mörg.“ „Við ætlum svo sannarlega að ýta á alla hnappa þar. En það sem er ekki síður mikilvægt er sú staðreynd að herkænska er aldrei unnin í tómarúmi, og með snjöllum spilurum og góðu samskiptakerfi má ná fram árangri sem einungis liðsheildin nær saman með mikilli herkænsku,“ segir Stefán og ítrekar mikilvægi þess að tileinka sér taktíska hugsun og einskonar herkænsku hugsun í lífinu.Markaður sem veltir 600 milljónum dollara Markaðurinn fyrir herkænskuleiki af þessari tegund veltir um 600 milljónum dollara á ári samkvæmt Stefáni. Um 20 milljón manns spila þessa leiki að meðaltali. Áður en Stefán og meðstofnendur hans byrjuðu að forrita leikinn fóru þau í umfangsmiklar markaðsrannsóknir. Þá fékk verkefnið sjö milljón króna frumkvöðlastyrk frá Rannís. Stefán segir Solid Clouds vera að nálgast þennan markað úr allt annarri átt en verðandi samkeppnisaðilar þeirra hafi gert hingað til. „Vonandi umbreytum við markaðinum. Framtíðin er björt, því við ætlum okkur stóra hlut með þetta.“ Útlitið skiptir auðvitað miklu máli, en Stefán segir kerfi leiksins vera þeim efst í huga. Þau haldi leikmönnum inn í leiknum. „Þetta hefur ekki verið gert áður. Ég veit að þetta er einstök vara sem við erum að búa til að fullu á Íslandi. Þetta eru ótroðnar slóðir og við erum spenntir.“ Stefán segir að síðasta fjármögnun sem fyrirtækið hafi farið í hafi tekið um tvær vikur. Þá fékk fyrirtækið um fjörutíu milljónir, að mestu frá sömu fjárfestum og í fyrstu fjármögnun Solid Clouds. Fyrsta fjármögnun fyrirtækisins tók þó átta mánuði. „Fjárfestarnir hafa fengið að fylgjast vel með því sem við erum að gera og sjá að það er kraftur í þessu teymi.“ Hjá fyrirtækinu starfa sex manns í fullu starfi og fjórir til fimm verktakar sem hafa einnig komið að gerð leiksins. Nú leita Stefán og samstarfsmenn hans að rétta fólkinu til að bæta við teymið. Það er ljóst að mikið frumkvöðlastarf á sér stað innan veggja Solid Clouds og hefur leikur fyrirtækisins þegar vakið athygli útgefenda og fjárfesta. Undirritaður fékk að virða leikinn fyrir sér og verður að segja að hann lítur mjög vel út. Eins og Stefán sagði: „Vonandi umbreytum við markaðinum. Framtíðin er björt.“ Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Á frumkvöðlastofu Innovit House í Eiðistorgi er starfrækt lítið fyrirtæki sem ekki hefur farið mikið fyrir, en miklar vonir eru bundnar við. Það er tölvuleikjaframleiðandinn Solid Clouds. Þar hafa starfsmenn fyrirtækisins unnið að gerð tölvuleiks frá sumrinu 2013. Þeir komu fyrst opinberlega fram á Slush Play með innsýn inn í leik sinn sem þeir hafa unnið undir radarnum til þessa. Blaðamaður Vísis fór og ræddi við Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóra Solid Clouds, um fyrirtækið og leikinn. Stefán er frumkvöðull fyrirtækisins, einn fjögurra samstofnenda en hann segir hugmyndina hafa verið í loftinu í um tuttugu ár. Hún hafi fyrst myndast innan hóps sem spilaði reglulega borðspilið Empires in Arms. Nú eru þeir í raun að búa til sitt fullkomna borðspil – með tækni sem varla er hægt að bera saman við það sem fyrir er á markaðnum.Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri Solid Clouds.Leikurinn gengur undir vinnuheitinu Prosper og svipar í raun til borðspils fyrir fimm til tuttugu þúsund spilara, sem berjast um yfirráð á gríðarlega stóru korti. Stefán segir að leikurinn verði gefinn út næsta sumar.Hver leikur tekur sex mánuði „Ímyndaðu þér Matador á sterum. Það eru ein og hálf milljón reita á kortinu og hver leikur tekur um sex mánuði,“ segir Stefán. Aðgerðir spilara í leiknum eru í rauntíma og andstætt flestum netleikjum eins og EVE Online, þar sem geimskip spilara hverfa þegar þeir skrá sig út, þá heldur leikurinn áfram. Í byrjun hvers leiks stýra spilarar litlu svæði í stórum geimi og markmiðið er að stækka við sig og mynda bandalög við spilara um heim allan. Stefán segir að það fyrsta sem spilarar þurfi að gera þegar þeir byrji, sé að koma ró á svæðið í kringum sig. Mynda bandalög og gera út af við óvinveitta spilara. „Þú vilt helst að það sé um tíu tíma flug í næsta óvin. Þá getur þú allavega farið að sofa rólegur.“ Hann segir leikinn vera kjörinn til að hafa í gangi í bakgrunninum hvort sem þú sért heima, í vinnu eða skóla. „Fyrstu mánuðir leiksins eru leikmenn að koma sjálfum sér fyrir á kortinu. Mánuði þrjú og fjögur eru þeir kannski komnir í bandalög sem eru að mynda tengsl við önnur slík. Síðust tvo mánuðina er kortið komið á fleygiferð í baráttu um sigur.“ Á þessu myndbandi sem sýnt var á Slush Reykjavík ráðstefnunni í síðustu viku er hægt að sjá umfang og stærð kortsins í Prosper. Myndbandinu er ekki ætlað að sýna útlit leiksins eða spilun þar sem hann er auðvitað enn í þróun. Einnig er vert að benda á að það er ekkert hljóð á myndbandinu.Herkænska sem gott er að kunna „Þetta er leikur sem nýtur sín á fyrst og fremst á stórum skjá, en við erum að hugsa um vafra og einnig spjaldtölvur.“ Stefán segir einnig að vilji sé fyrir að koma leiknum inn í snjallsíma að einhverju leyti en hvernig það verði gert liggi ekki fyrir að fullu. Stærð kortsins er þó ekki allt og Stefán segir að í leiknum verði nóg af verkefnum fyrir spilara að leysa. Samskipti við aðra leikmenn munu þar að auki spila stóran þátt í Prosper. Stefán segir að gott samskiptakerfi og mikil samskipti á milli spilara sé mjög mikilvægt til að halda spilurum í leiknum. „Ef þú vilt halda spilurum lengur en í sex mánuði þarftu að vera með góð samskipti við aðra. Ef þú ert einn að spila út í horni endist þú í sex mánuði. Ef þú kemst í bandalag og samskipti aðra spilara, þá eru þessir sex mánuðir kannski orðin nokkur ár eða mögulega mörg.“ „Við ætlum svo sannarlega að ýta á alla hnappa þar. En það sem er ekki síður mikilvægt er sú staðreynd að herkænska er aldrei unnin í tómarúmi, og með snjöllum spilurum og góðu samskiptakerfi má ná fram árangri sem einungis liðsheildin nær saman með mikilli herkænsku,“ segir Stefán og ítrekar mikilvægi þess að tileinka sér taktíska hugsun og einskonar herkænsku hugsun í lífinu.Markaður sem veltir 600 milljónum dollara Markaðurinn fyrir herkænskuleiki af þessari tegund veltir um 600 milljónum dollara á ári samkvæmt Stefáni. Um 20 milljón manns spila þessa leiki að meðaltali. Áður en Stefán og meðstofnendur hans byrjuðu að forrita leikinn fóru þau í umfangsmiklar markaðsrannsóknir. Þá fékk verkefnið sjö milljón króna frumkvöðlastyrk frá Rannís. Stefán segir Solid Clouds vera að nálgast þennan markað úr allt annarri átt en verðandi samkeppnisaðilar þeirra hafi gert hingað til. „Vonandi umbreytum við markaðinum. Framtíðin er björt, því við ætlum okkur stóra hlut með þetta.“ Útlitið skiptir auðvitað miklu máli, en Stefán segir kerfi leiksins vera þeim efst í huga. Þau haldi leikmönnum inn í leiknum. „Þetta hefur ekki verið gert áður. Ég veit að þetta er einstök vara sem við erum að búa til að fullu á Íslandi. Þetta eru ótroðnar slóðir og við erum spenntir.“ Stefán segir að síðasta fjármögnun sem fyrirtækið hafi farið í hafi tekið um tvær vikur. Þá fékk fyrirtækið um fjörutíu milljónir, að mestu frá sömu fjárfestum og í fyrstu fjármögnun Solid Clouds. Fyrsta fjármögnun fyrirtækisins tók þó átta mánuði. „Fjárfestarnir hafa fengið að fylgjast vel með því sem við erum að gera og sjá að það er kraftur í þessu teymi.“ Hjá fyrirtækinu starfa sex manns í fullu starfi og fjórir til fimm verktakar sem hafa einnig komið að gerð leiksins. Nú leita Stefán og samstarfsmenn hans að rétta fólkinu til að bæta við teymið. Það er ljóst að mikið frumkvöðlastarf á sér stað innan veggja Solid Clouds og hefur leikur fyrirtækisins þegar vakið athygli útgefenda og fjárfesta. Undirritaður fékk að virða leikinn fyrir sér og verður að segja að hann lítur mjög vel út. Eins og Stefán sagði: „Vonandi umbreytum við markaðinum. Framtíðin er björt.“
Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira