Macan og Cayenne eru 57% af sölu Porsche í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. maí 2015 09:24 Porsche Macan selst nú gríðarlega vel. Það gengur vel hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche. En það skýtur ef til vill skökku við að sportbílaframleiðandi selji 57% af bílum sínum í formi jepplings og jeppa. Macan og Cayenne eru nú orðnir svo vinsælir að meira en helmingur sölunnar er í þessum tveimur bílum. Sala Macan og Cayenne er gríðargóð vestra og af 16.647 bíla sölu Porsche á árinu þar fram til loka apríl voru 9.490 af þeim tveimur gerðum. Sala Porsche í Evrópu er líka sífellt á uppleið og markaðshlutdeild Porsche í álfunni fer sífellt stækkandi. Hún var aðeins 0,13% árið 1997, var komin í 0,29% árið 2007, en var 0,42% í fyrra og verður að líkum enn hærri í ár. Hlutdeild Porsche hefur því meira en þrefaldast frá árinu 1997 í Evrópu. Porsche jók sölu sína í Kína, stærsta markaði heims fyrir Porsche bíla, um 34,4% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og seldi þar 13.286 bíla. Þar gerði Porsche mun betur en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir, en Mercerdes Benz jók sölu sína á sama tíma þar um 16,6%, Audi um 7,1% og BMW um 6,5%. Porsche mun líklega ná því takmarki að selja yfir 200.000 bíla í heiminum öllum á þessu ári og er það þremur árum á undan áætlunum fyrirtækisins. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent
Það gengur vel hjá þýska sportbílaframleiðandanum Porsche. En það skýtur ef til vill skökku við að sportbílaframleiðandi selji 57% af bílum sínum í formi jepplings og jeppa. Macan og Cayenne eru nú orðnir svo vinsælir að meira en helmingur sölunnar er í þessum tveimur bílum. Sala Macan og Cayenne er gríðargóð vestra og af 16.647 bíla sölu Porsche á árinu þar fram til loka apríl voru 9.490 af þeim tveimur gerðum. Sala Porsche í Evrópu er líka sífellt á uppleið og markaðshlutdeild Porsche í álfunni fer sífellt stækkandi. Hún var aðeins 0,13% árið 1997, var komin í 0,29% árið 2007, en var 0,42% í fyrra og verður að líkum enn hærri í ár. Hlutdeild Porsche hefur því meira en þrefaldast frá árinu 1997 í Evrópu. Porsche jók sölu sína í Kína, stærsta markaði heims fyrir Porsche bíla, um 34,4% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og seldi þar 13.286 bíla. Þar gerði Porsche mun betur en hinir þýsku lúxusbílaframleiðendurnir, en Mercerdes Benz jók sölu sína á sama tíma þar um 16,6%, Audi um 7,1% og BMW um 6,5%. Porsche mun líklega ná því takmarki að selja yfir 200.000 bíla í heiminum öllum á þessu ári og er það þremur árum á undan áætlunum fyrirtækisins.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent