Sveitarfélögin fá ekki greitt af staðgreiðslu frá ríkissjóði Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 19:16 Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfall fjórtan stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna hófst og eru samningaviðræður þar í algeru frosti. Innheimta ríkissjóðs er í lamasessi og mikil reiði ríkir meðal ljósmæðra vegna þess að launagreiðslur til þeirra voru skertar um 60 prósent um mánaðamótin. Fyrstu verkföll BHM hófust hinn 7. apríl og nú þrjátíu dögum síðar eru um 2.300 félagsmenn enn í verkfalli, sem hefur víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu, hjá sýslumönnum og víðar svo eitthvað sé nefnt. Fundað var í deilunni á mánudag en nýr fundur hefur ekki verið boðaður. „Það er ekkert að koma frá ríkinu. Á meðan ekkert kemur frá þeim þá auðvitað gerist ekki neitt,“ segir Páll Halldórsson formaður saminganefndar BHM. Ríkið hafi heldur ekki gefið neitt fyrir þær hugmyndir sem BHM hafi lagt fram til lausnar deilunni. Það sé til lítils að funda á meðan staðan sé þessi. BHM á digra verkfallssjóði og fær fólk greitt laun úr þeim sjóði á meðan á verkfalli stendur. „Það er ekki vandamálið. Vandamálið er hins vegar að þurfa að standa í þessu. Því þetta er mjög erfitt fyrir marga, bæði auðvitað okkar félagsmenn en ekki síður og kannski enn frekar ýmsa sem verða fyrir barðinu á þessu verkfalli að ósekju,“ segir Páll. Og það er meðal annars mikið veikt fólk sem ekki nýtur þjónustu geislafræðinga og verðandi mæður sem ekki njóta þjónustu hátt í tvö hundruð ljósmæðra, sem funduðu í dag í verkfallsmiðstöð BHM. En reiði ríkir meðal þeirra vegna þess að 60 prósentum af launum þeirra allra var haldið eftir og því ekki greitt fyrir þá daga sem unnið var. „Og meira að segja ljósmæður sem eru ekki í verkfalli, í heilsugæslu eða sem starfa úti á landi, það var meira að segja tekin af þeim hálfur dagur þótt þær hafi kannski verið í vinnu,“ segir Elísabet Vigfúsdóttir ljósmóðir á Landspítalanum. Hún sagði ljósmæður eðli málsins samkvæmt horfa til ljóssins og væru bjartsýnar. Öll innheimta ríkissjóðs er í lamasessi en tuttugu og átta af þrjátíu og fjórum starfsmönnum Fjársýslu ríkisins eru í verkfalli. Nú fá sveitarfélögin að finna fyrir því. Þeirra hlutur af staðgreiðslunni verður ekki greiddur til þeirra. „Þetta eru mjög háar fjárhæðir. Þetta hætti núna um mánaðamótin. Þetta eru tuttugu til þrjátíu milljarðar sem greiða á út um miðjan mánuðin. Þannig að sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni,“ segir Þorvaldur Steinarsson deildarstjóri hjá Fjársýslunni. Hann segir að jafnvel þótt verkfallið hætti í dag tæki það langan tíma að vinna upp alla útreikninga og greiðslur hjá ríkinu. Þá fá fyrirtæki og almenningur enga greiðsluseðla frá ríkinu og reikningar frá ríkinu birtast ekki í heimabönkum sem til að mynda hefur áhrif á alla tollafgreiðslu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í dag eru þrjátíu dagar frá því verkfall fjórtan stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna hófst og eru samningaviðræður þar í algeru frosti. Innheimta ríkissjóðs er í lamasessi og mikil reiði ríkir meðal ljósmæðra vegna þess að launagreiðslur til þeirra voru skertar um 60 prósent um mánaðamótin. Fyrstu verkföll BHM hófust hinn 7. apríl og nú þrjátíu dögum síðar eru um 2.300 félagsmenn enn í verkfalli, sem hefur víðtæk áhrif í heilbrigðiskerfinu, matvælaframleiðslu, hjá sýslumönnum og víðar svo eitthvað sé nefnt. Fundað var í deilunni á mánudag en nýr fundur hefur ekki verið boðaður. „Það er ekkert að koma frá ríkinu. Á meðan ekkert kemur frá þeim þá auðvitað gerist ekki neitt,“ segir Páll Halldórsson formaður saminganefndar BHM. Ríkið hafi heldur ekki gefið neitt fyrir þær hugmyndir sem BHM hafi lagt fram til lausnar deilunni. Það sé til lítils að funda á meðan staðan sé þessi. BHM á digra verkfallssjóði og fær fólk greitt laun úr þeim sjóði á meðan á verkfalli stendur. „Það er ekki vandamálið. Vandamálið er hins vegar að þurfa að standa í þessu. Því þetta er mjög erfitt fyrir marga, bæði auðvitað okkar félagsmenn en ekki síður og kannski enn frekar ýmsa sem verða fyrir barðinu á þessu verkfalli að ósekju,“ segir Páll. Og það er meðal annars mikið veikt fólk sem ekki nýtur þjónustu geislafræðinga og verðandi mæður sem ekki njóta þjónustu hátt í tvö hundruð ljósmæðra, sem funduðu í dag í verkfallsmiðstöð BHM. En reiði ríkir meðal þeirra vegna þess að 60 prósentum af launum þeirra allra var haldið eftir og því ekki greitt fyrir þá daga sem unnið var. „Og meira að segja ljósmæður sem eru ekki í verkfalli, í heilsugæslu eða sem starfa úti á landi, það var meira að segja tekin af þeim hálfur dagur þótt þær hafi kannski verið í vinnu,“ segir Elísabet Vigfúsdóttir ljósmóðir á Landspítalanum. Hún sagði ljósmæður eðli málsins samkvæmt horfa til ljóssins og væru bjartsýnar. Öll innheimta ríkissjóðs er í lamasessi en tuttugu og átta af þrjátíu og fjórum starfsmönnum Fjársýslu ríkisins eru í verkfalli. Nú fá sveitarfélögin að finna fyrir því. Þeirra hlutur af staðgreiðslunni verður ekki greiddur til þeirra. „Þetta eru mjög háar fjárhæðir. Þetta hætti núna um mánaðamótin. Þetta eru tuttugu til þrjátíu milljarðar sem greiða á út um miðjan mánuðin. Þannig að sveitarfélögin fá ekki sinn hlut af staðgreiðslunni,“ segir Þorvaldur Steinarsson deildarstjóri hjá Fjársýslunni. Hann segir að jafnvel þótt verkfallið hætti í dag tæki það langan tíma að vinna upp alla útreikninga og greiðslur hjá ríkinu. Þá fá fyrirtæki og almenningur enga greiðsluseðla frá ríkinu og reikningar frá ríkinu birtast ekki í heimabönkum sem til að mynda hefur áhrif á alla tollafgreiðslu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20 Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir næstu daga Hér má sjá samantekt yfir þau verkalýðsfélög sem boðað hafa til verkfalls næstu daga, náist ekki samningar. 5. maí 2015 10:20
Starfsemi víða lömuð á landsbyggðinni Ræstingar liggja m.a. niðri og því ekki hægt að opna leikskóla á landsbyggðinni á föstudag. Dominos lokar á landsbyggðinni. 6. maí 2015 14:55
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Enn stendur yfir ótímabundið verkfall hjá hluta aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM). 5. maí 2015 07:00