Þessar fregnir hafa farið illa í marga KFC-aðdáendurna og skrifaði Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Nútímans, til að mynda á samfélagsmiðilinn Twitter fyrr í dag að hann sé tilbúinn að ganga ansi langt til að tryggja fæðuöryggi á KFC.
Er tilbúinn að handslátra kjúklingum ólöglega til að tryggja fæðuöryggi á KFC. DM me.
— Atli Fannar (@atlifannar) May 6, 2015
„Mér finnst þetta mjög leiðinlegt,“ segir Tómas í samtali við Vísi um málið. „Það er mjög leiðinlegt að hafa ekki kostinn á að komast á KFC. Þetta er mjög þægilegur skyndibitastaður. Ég hugsa að ég lifi þetta af en þetta er mjög leiðinlegt. Ég tek þetta mjög nærri mér.“