Fótbolti

Keane: Bale mætti ekki til leiks

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bale lét lítið fyrir sér fara á Juventus Stadium í gær.
Bale lét lítið fyrir sér fara á Juventus Stadium í gær. vísir/getty
Gareth Bale náði sér engan veginn á strik þegar Real Madrid tapaði 2-1 fyrir Juventus í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Bale, sem sneri aftur í lið Evrópumeistarana í gær eftir meiðsli, sást ekki í leiknum og var að lokum tekinn út af á 86. mínútu.

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, fór hörðum orðum um frammistöðu Bale á iTV.

„Bæði lið eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna. Það var erfitt fyrir Real Madrid að spila einum færri því Gareth Bale mætti ekki til leiks,“ sagði Keane.

„Það er augljóst að hann vantar sjálfstraust, hann valdi alltaf auðveldu leiðina. Í hvert einasta skipti sem hann fékk boltann í leiknum, jafnvel í stöðunni einn á móti einum, sneri hann við.

„Samherjar hans geta ekki verið ánægðir með hann því hann valdi alltaf auðveldu leiðina,“ sagði Keane ennfremur.

Bale snerti boltann sjaldnar (14) en nokkur annar leikmaður Real Madrid í fyrri hálfleik og þá átti hann fæstar sendingar (18) af öllum í liði Evrópumeistarana. Þá átti Bale ekki skot á markið í leiknum og fór aðeins einu sinni framhjá mótherja.

Seinni leikur Real Madrid og Juventus verður á Santiago Bernabeu eftir viku.


Tengdar fréttir

Ramos: Ég spilaði illa

Varnarmaðurinn var á miðjunni gegn Juventus og átti ekki góðan dag í Meistaradeildartapi.

Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin

Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku.

Evra: Tevez er með United-blóð eins og ég

Patrice Evra, bakvörður Juventus, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×