Fyrstu laxarnir reka trýnin í árnar strax í maí Karl Lúðvíksson skrifar 6. maí 2015 09:42 Þó laxveiðitímabilið hefjist ekki fyrr en 4. júní þegar Norðurá og Blanda opna fyrir veiðimönnum þá byrja fyrstu laxarnir að ganga í árnar aðeins fyrr. Það er ansi misjafnt á milli ánna hvenær fyrstu laxarnir byrja að mæta og ekki eru allir sammála því af hverju þetta er. Til dæmis gengur laxinn frekar snemma í Norðurá og Þverá/Kjarrá en fyrstu laxarnir sjást þar yfirleitt um miðjan maí eða aðeins seinna en yfirleitt ekki fyrr en um miðjan júní í Langá. Laxá í Kjós á líka snemmgenginn stofn en þar hafa fyrstu laxarnir verið að mæta um miðjan maí þrátt fyrir að göngurnar byrji ekki að neinu ráði fyrr en um miðjan júní. Og það eru fleiri ár með snemmgengna laxa en ein af þeim sem líklega er með tvo ólíka stofna er Stóra Laxá í Hreppum er þar hefur því lengi verið haldið fram að áin eigi tvo stofna, annan sem gengur í ánna strax í maí og fer rakleiðis á efri svæðin (svæði 4) og svo annan stofn sem kemur á hefðbundnum göngutíma þar sem hann byrjar að ganga í ánna í byrjun júlí. En Stóra Laxá á líka eina hegðun sem engin veiðimaður virðist vera sammála um en það eru hinar mögnuðu haustgöngur sem koma yfirleitt í fyrstu stóru ágúst rigningunum en þá er eins og áin fyllist af stórlaxi og eftir að V&S var tekið upp í ánni eru þessar göngur bara að stækka. Það sýnir sig vel í eftirspurn eftir leyfum þarna á þeim tíma þar sem færri komast að en vilja. Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Veiði
Þó laxveiðitímabilið hefjist ekki fyrr en 4. júní þegar Norðurá og Blanda opna fyrir veiðimönnum þá byrja fyrstu laxarnir að ganga í árnar aðeins fyrr. Það er ansi misjafnt á milli ánna hvenær fyrstu laxarnir byrja að mæta og ekki eru allir sammála því af hverju þetta er. Til dæmis gengur laxinn frekar snemma í Norðurá og Þverá/Kjarrá en fyrstu laxarnir sjást þar yfirleitt um miðjan maí eða aðeins seinna en yfirleitt ekki fyrr en um miðjan júní í Langá. Laxá í Kjós á líka snemmgenginn stofn en þar hafa fyrstu laxarnir verið að mæta um miðjan maí þrátt fyrir að göngurnar byrji ekki að neinu ráði fyrr en um miðjan júní. Og það eru fleiri ár með snemmgengna laxa en ein af þeim sem líklega er með tvo ólíka stofna er Stóra Laxá í Hreppum er þar hefur því lengi verið haldið fram að áin eigi tvo stofna, annan sem gengur í ánna strax í maí og fer rakleiðis á efri svæðin (svæði 4) og svo annan stofn sem kemur á hefðbundnum göngutíma þar sem hann byrjar að ganga í ánna í byrjun júlí. En Stóra Laxá á líka eina hegðun sem engin veiðimaður virðist vera sammála um en það eru hinar mögnuðu haustgöngur sem koma yfirleitt í fyrstu stóru ágúst rigningunum en þá er eins og áin fyllist af stórlaxi og eftir að V&S var tekið upp í ánni eru þessar göngur bara að stækka. Það sýnir sig vel í eftirspurn eftir leyfum þarna á þeim tíma þar sem færri komast að en vilja.
Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Helgarviðtal: Neyddur í skemmtilega laxveiðiá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Veiði