FH vann 3-1 sigur á KR á KR-vellinum í gær í stórleik fyrstu umferðar Pepsi-deildar karla.
Sagan segir að sigurvegari úr fyrri leik þessara tveggja liða, sem hafa unnið tíu af síðustu tólf Íslandsmeistarartitlum, endi ofar í töflunni um haustið.
Það lið sem hefur unnið fyrri leik FH og KR í deildinni hefur nefnilega endað ofar í ellefu af síðustu tólf skiptum.
Undantekningin er frá sumrinu 2012 þegar KR vann 2-0 sigur á FH á KR-vellinum í 7. umferð en FH-ingar komu til baka og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn.
Frá árinu 2003 hafa allir hinir ellefu sigurvegarar úr leik FH og KR í fyrri umferðinni náð betri árangri og átta þeirra hafa farið alla leið og unnið Íslandsmeistaratitilinn.
FH vann 3-1 sigur í gærkvöldi eftir að hafa skorað þrjú mörk á síðustu 17 mínútum leiksins og nú er að sjá hvort hefðin haldist og þeir geri betur í sumar en erkifjendurnir úr Vesturbænum.
Hér fyrir neðan má sjá þetta svart á hvítu, það beina tengingu á milli úrslita í fyrri leikjum FH og KR og lokastöðu liðanna í mótslok.
Fyrri leikur FH og KR á Íslandsmótinu 2003-2015:
1. umferð 2015: FH vann 3-1
FH: ?. sæti - KR: ?. sæti
3. umferð 2014: FH vann 1-0
FH: 2. sæti - KR: 3. sæti
6. umferð 2013: KR vann 4-2
FH: 2. sæti - KR: Íslandsmeistari
5. umferð 2012: KR vann 2-0 (Undantekningin)
FH: Íslandsmeistari - KR: 4. sæti
7. umferð 2011: KR vann 2-0
FH: 2. sæti - KR: Íslandsmeistari
7. umferð 2010: FH vann 3-2
FH: 2. sæti - KR: 4. sæti
5. umferð 2009: FH vann 2-1
FH: Íslandsmeistari - KR: 2. sæti
4. umferð 2008: FH vann 2-0
FH: Íslandsmeistari - KR: 4. sæti
6. umferð 2007: FH vann 2-0
FH: 2. sæti - KR: 8. sæti
1. umferð 2006: FH vann 3-0
FH: Íslandsmeistari - KR: 2. sæti
4. umferð 2005: FH vann 1-0
FH: Íslandsmeistari - KR: 6. sæti
1. umferð 2004: FH vann 1-0
FH: Íslandsmeistari - KR: 6. sæti
9. umferð 2003: KR vann 1-1
FH: 2. sæti - KR: Íslandsmeistari
