Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 08:01 Heimir Hallgrímsson sló á létta strengi á blaðamannafundi. Getty/Ben McShane Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira
Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Sjá meira