Galtalækur er krefjandi en skemmtilegur Karl Lúðvíksson skrifar 4. maí 2015 20:24 Kristján Geir með flottan urriða úr Galtalæk þann 1. maí Mynd: Árni Kristinn Galtalækur er ein af þessum litlu perlum á suðurlandi sem fáir hafa veitt en þessi netta á geymir bæði stóra fiska og djúpa hylji. Félagarnir Árni Kristinn Skúlason og Kristján Geir Gunnarsson voru í Galtalæk 1. maí og það er óhætt að segja að þrátt fyrir kulda gekk þeim félögum vel en það er líka klárt mál að ef það hefði verið aðeins hlýrra í veðri hefðu þeir líklega landað fleiri flottum fiskum. Þeir sendu okkur veiðisöguna og hún er hér.Við vorum komnir að Galtalæk um klukkan 10. Það var heiðskýrt og frekar leiðinleg og köld norðan átt. Við gengum niður ánna og beint í fossinn. Minnir að hann heitir Gerðisfoss. Þar sáum við um leið frekar marga fiska, og það stóra! Kristján kastar í fossinn og setur um leið í flottan fisk, en línan flæktist um leið í trjánum og slitnaði hún.Eftir það færðum við okkur neðar í Steinbogahyl, þar sáum við mjög væna fiska og köstuðum á þá. Þeir litu ekki við neinu. Prófuðum flestar flugunar í boxinu okkar en þeir tóku ekki neitt. Við gáfumst upp á þeim og færðum okkur neðar. Þar voru margir fallegir hyljir en enginn fiskur sem við sáum. Við ákváðum að fara aftur upp í fossinn. Þar voru ennþá slatti af fisk og ákvað ég að setja undir flugu sem ég kalla Sólveig. Sem er fluga sem pabbi minn hnýtti en ég nefndi.Í fyrsta kasti setti ég í fallegan urriða, rétt um pund. Með erfiðleikum landa ég honum og sleppi. Tók Kristján þá við og fékk stuttu seinna lítinn fisk, honum var sleppt eftir stutta baráttu. Sólveig hélt áfram að gefa og setti ég í tvo fiska á stuttum tíma. Annar var 42cm og hélt ég að hann myndi brjóta stöngina mína. Hann brunaði beint undir mig í fossinn. Stöngin mín sem er miðstíf #7 bognaði alveg niður að handfanginu. Fiskurinn lá þversum straumnum og ekki séns að færa hann þaðan! Þar til að Kristján kom og tók hann.Síðan færðum við okkur í Steinbogahylinn. Þar sáum við einn svakalega vænan fisk svamla um. Kristján kastaði á hann mörgum flugum en hann sýndi engan áhuga þar til að Kristján setti undir Pheasant tail #20 undir og viti menn í fyrsta kasti tók sá stóri! En honum langaði rosalega mikið að rjúka niður ánna. Með erfiðleikum náði Kristján að láta hann skipta um skoðun og synti fiskurinn ofar og stuttu seinna náðum við að landa honum. Reyndist hann vera 60cm og mjög fallegur í alla staði! Mynduðum við hann bak og fyrir og slepptum.Eftir það ákváðum við að kíkja aftur í fossinn og setti Kristján fljótt í afar vænan fisk þar, hann rauk að sjálfsögðu beint undir klettinn og læsti sig í straumnum þar. ég hljóp niður Steinbogann og sá fiskinn liggja þar. En um leið og ég ætlaði að sækja hann slitnaði línan. Eftir það ákváðum við að fara heim. Afar sáttir! Mjög skemmtileg á en krefst mikla þolinmæðar og hæfileika!Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir skemmtilega veiðifrétt og hvetjum veiðimenn til að senda okkur sína veiðifrétt og myndir á kalli@365.is því við drögum vikulega um Veiðikort úr potti allra innsendra frétta. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði
Galtalækur er ein af þessum litlu perlum á suðurlandi sem fáir hafa veitt en þessi netta á geymir bæði stóra fiska og djúpa hylji. Félagarnir Árni Kristinn Skúlason og Kristján Geir Gunnarsson voru í Galtalæk 1. maí og það er óhætt að segja að þrátt fyrir kulda gekk þeim félögum vel en það er líka klárt mál að ef það hefði verið aðeins hlýrra í veðri hefðu þeir líklega landað fleiri flottum fiskum. Þeir sendu okkur veiðisöguna og hún er hér.Við vorum komnir að Galtalæk um klukkan 10. Það var heiðskýrt og frekar leiðinleg og köld norðan átt. Við gengum niður ánna og beint í fossinn. Minnir að hann heitir Gerðisfoss. Þar sáum við um leið frekar marga fiska, og það stóra! Kristján kastar í fossinn og setur um leið í flottan fisk, en línan flæktist um leið í trjánum og slitnaði hún.Eftir það færðum við okkur neðar í Steinbogahyl, þar sáum við mjög væna fiska og köstuðum á þá. Þeir litu ekki við neinu. Prófuðum flestar flugunar í boxinu okkar en þeir tóku ekki neitt. Við gáfumst upp á þeim og færðum okkur neðar. Þar voru margir fallegir hyljir en enginn fiskur sem við sáum. Við ákváðum að fara aftur upp í fossinn. Þar voru ennþá slatti af fisk og ákvað ég að setja undir flugu sem ég kalla Sólveig. Sem er fluga sem pabbi minn hnýtti en ég nefndi.Í fyrsta kasti setti ég í fallegan urriða, rétt um pund. Með erfiðleikum landa ég honum og sleppi. Tók Kristján þá við og fékk stuttu seinna lítinn fisk, honum var sleppt eftir stutta baráttu. Sólveig hélt áfram að gefa og setti ég í tvo fiska á stuttum tíma. Annar var 42cm og hélt ég að hann myndi brjóta stöngina mína. Hann brunaði beint undir mig í fossinn. Stöngin mín sem er miðstíf #7 bognaði alveg niður að handfanginu. Fiskurinn lá þversum straumnum og ekki séns að færa hann þaðan! Þar til að Kristján kom og tók hann.Síðan færðum við okkur í Steinbogahylinn. Þar sáum við einn svakalega vænan fisk svamla um. Kristján kastaði á hann mörgum flugum en hann sýndi engan áhuga þar til að Kristján setti undir Pheasant tail #20 undir og viti menn í fyrsta kasti tók sá stóri! En honum langaði rosalega mikið að rjúka niður ánna. Með erfiðleikum náði Kristján að láta hann skipta um skoðun og synti fiskurinn ofar og stuttu seinna náðum við að landa honum. Reyndist hann vera 60cm og mjög fallegur í alla staði! Mynduðum við hann bak og fyrir og slepptum.Eftir það ákváðum við að kíkja aftur í fossinn og setti Kristján fljótt í afar vænan fisk þar, hann rauk að sjálfsögðu beint undir klettinn og læsti sig í straumnum þar. ég hljóp niður Steinbogann og sá fiskinn liggja þar. En um leið og ég ætlaði að sækja hann slitnaði línan. Eftir það ákváðum við að fara heim. Afar sáttir! Mjög skemmtileg á en krefst mikla þolinmæðar og hæfileika!Við þökkum þeim félögum kærlega fyrir skemmtilega veiðifrétt og hvetjum veiðimenn til að senda okkur sína veiðifrétt og myndir á kalli@365.is því við drögum vikulega um Veiðikort úr potti allra innsendra frétta.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði