Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-3 | Sterk byrjun Víkinga Árni Jóhannsson skrifar 3. maí 2015 18:30 Vísir/Ernir Víkingar fóru frá Keflavík í kvöld með þrjú stig í farteskinu en þeir báru sigurorð af heimamönnum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta. Leikurinn endaði 3-1 en Víkingar voru 2-0 yfir í hálfleik. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en Víkingar náðu vopnum sínum eftir að hafa komist yfir og lönduðu sigrinum. Það voru Keflvíkingar sem byrjuðu leikinn betur á Nettó-vellinum í kvöld og áttu þeir fyrstu færin sem vert var að tala um á meðan Víkingar virkuðu eins og þeir væru ekki alveg tilbúnir í slaginn í rokinu í Keflavík í kvöld. Fyrsta korterið var eign heimamanna og fengu þeir fjögur færi sem voru álitleg en náðu ekki að nýta sér þau. Gestirnir nýttu sér það á 20. mínútu að staðan væri enn jöfn og eftir hornspyrnu barst boltinn út á Davíð Örn Atlason sem smellhitti boltann í bláhornið hægra megin við markvörðinn sem kom engum vörnum við. Það má setja spurningamerki við varnarleik heimamanna en tíminn sem Davíð fékk til að athafna sig virkaði mikill. Eftir markið jafnaðist leikurinn út og fór hann mestan part á miðjum vellinum. Gestirnir bættu þó við öðru marki á 31. mínútu og var þar að verki Igor Taskovic. Alan Lowing átti þá skot, aftur eftir hornspyrnu, sem stefndi framhjá en Taskovic var rétt staðsettur og setti ennið í boltann sem fór í markið. Aftur voru heimamenn að brenna sig á lélegri dekkningu í föstu leikatriði. Hálfleikurinn leið síðan sinn gang og voru gestirnir sáttari, augljóslega, með stöðuna 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Keflvíkingar komu beittari til leiks í seinni hálfleiks og það tók þá ekki nema fjórar mínútur að minnka muninn og var þar að verki Hörður Sveinsson en hann klippti boltann laglega í markið eftir að Sindri Snær Magnússon gaf laglega sendingu inn í teig. Keflvíkingar voru eins og í upphafi leiks örlítið betri og sköpuðu þeir örlítið betri færi á fyrsta korterinun en eins og í fyrri hálfleik varð leikurinn jafnari og fór fram mest megnis á miðjum vellinum og sköpuðu bæði lið sér fá færi sem hægt er að minnast á. Sex mínútum fyrir leikslok tryggði Ívar Örn Jónsson Víkingum stigin þrjú og var markið af dýrari gerðinni. Víkingar fengu aukaspyrnu af hægri kantinum og var boltinn 35 til 40 metra frá marki. Ívari fannst það ekkert tiltökumál heldur smellti hann boltanum yfir markvörð heimamanna í samskeytin. Fallegt mark og verður það líklega í umræðunni í lok leiktíðar þegar kemur að því að velja mark ársins. Víkingar sigldu síðan leiknum í höfn án teljandi atvika og þrjú gífurlega sterkur sigur á erfiðum útivelli staðreynd. Þeir voru skipulagðir í aðgerðum sínum og náðum að verjast árásum heimamanna og stöðvaði Cardaklija í markinu þau færi sem Keflvíkingar áttu. Heimamenn voru þá einnig skipulagðir en í tvígangi í hornspyrnum sváfu þeir á verðinum sem kostaði þá tvö mörk og að endingu sigurinn. Þetta þarf að laga því hraðmótið svokallaða í byrjun tímabils getur verið vísir að gengi liðs ef stigasöfnun gengur ekki nógu vel.Ólafur Þórðarson: Vel skipulagt lið og þrjú mörk á útivelli skila þessu Hann var léttur í bragði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings eftir sterkann sigur í Keflavík og var hann spurður hvað það hafi verið sem skóp sigurinn. „Vel skipulagt lið og þrjú mörk á útivelli“, sagði Ólafur og var spurður hvort hann væri ekki ánægður með að vera með sparkvissan leikmann eins og Ívar Örn Jónsson í liði sínu. „Það er engin spurning en fyrst og fremst er það að liðið er að vinna vel og nýtir sér veikleika andstæðingsins. Þetta var mjög jafn leikur meira og minna og vorum við sterkari, að mér fannst í fyrri hálfleik en vorum í basli í seinni hálfleik. Við gefum þeim náttúrulega mark í byrjun en engu að síðu náum við að hrista það af okkur og markið hans Ívars sprengir leikinn.“ Að lokum talaði Ólafur um mikilvægi þess að byrja mótið á sigri og þá sérstaklega á útivelli. „Þetta eru þrjú stig og einn leikur búinn en það skiptir ekki hvort það er á útivelli eða heimavelli, það er gríðarlega mikilvægt að fá þau stig sem í boði eru í maí. Það er svo þétt dagskrá að ef við lendum eftir þá erum við liggur við úr keppni en þetta er góð byrjun.“Ívar Örn Jónsson: Hlupum fyrir hvorn annan og uppskárum því eins og við sáðum „Stigin þrjú eru gífurlega mikilvæg og frábært að ná þeim í fyrsta leik og koma stigasöfnuninni strax af stað. Það er mikilvægt“, voru fyrstu viðbrögð markaskorarans Ívars Arnars Jónssonar þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann spurður að því hvað Víkingar hafi gert rétt í leiknum til að tryggja sér sigurinn. „Við vörðum markið okkar vel, voru þéttir og hlupum fyrir hvorn annan og uppskárum því eins og við sáðum.“ Ívar átti seinasta naglann í kistu Keflvíkinga þegar hann smellti aukaspyrnu af löngu færi í samskeytin á marki heimamanna og var hann beðinn um að tala aðeins um markið ásamt því að vera spurður hvort það mætti ekki búast við fleiri sleggjum frá honum í sumar. „Það var mikill vindur á annað markið og þess á maður að setja hann upp í vindinn en með nógu miklum krafti og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það verður að koma í ljós hvort ég nái fleiri svona mörkum í sumar. Við leggjum upp með að vinna alla leiki og ef ég get hjálpað liðinu með því að skora mörk þá væri það frábært.“Kristján Guðmundsson: Tökum ekki ábyrgð og þurfum að sætta okkur við tap „Við hefðum getað varist þessum hornspyrnum betur þar sem við fengum mörkin á okkur. Við verjumst fyrstu bylgjunni en svo horfum við allir á boltann og tökum enga ábyrgð og fáum á okkur tvö mörk þannig og síðan mark úr aukaspyrnu, sem á ekki að sjást og ég vona að eigi ekki eftir að sjást aftur“, sagði sýnilega pirraður þjálfari Keflvíkinga eftir tapið á móti Víking. Kristján var spurður hvort það væri rétt metið að bitleysi fram á við hefði gert vart við sig í seinni hluta hálfleikjanna í kvöld. „Það var jafnt á með liðunum varðandi það, þetta snerist dálítið um það hvar boltinn myndi falla og við vorum fínir í fyrri hálfleik þar sem við áttum betri færi en nýtum þau ekki og fáum á okkur tvö mörk sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Duttum allt of neðarlega í getu þar en byrjum seinni hálfleik vel og hefðum átt að skapa fleiri færi en sköpum jafnmörg færi og andstæðingurinn og samkvæmt tölfræðinni hefði átt að vera jafntefli í kvöld. Við töpum samt og þurfum að sætta okkur við það.“Einkunnir: Keflavík - Víkingur Keflavík (4-3-3): Richard Arends 4 - Guðjón Árni Antoníusson 5, Insa Fransisco 4, Haraldur F. Guðmundsson 4, Samuel Hernandez 5 - Sindri Snær Magnússon 5, Frans Elvarsson 5, Indriði Áki Þorláksson 6 (89. Páll Olgeir Þorsteinsson -) - Magnús Þorsteinsson 5 (60. Bojan Ljubicic 5) Sigurbergur Elisson 5, Hörður Sveinsson 6 (77. Jóhann B. Guðmundsson -). Víkingur (4-3-3): Denis Cardaklija 5 - *Davíð Örn Atlason 7, Alan Lowing 5, Milos Zivkovic 5, Ívar Örn Jónsson 7 - Igor Taskovic 7, Viktor Bjarki Arnarsson 6 (62. Stefán Þ. Pálsson 5), Rolf Toft 5 - Haukur Baldvinsson 5 (66. Haukur Baldvinsson 5), Dofri Snorrason 5, Pape Mamadou Faye 5 (73. Andri Rúnar Bjarnason -).0-1: 0-2: 1-2: 1-3: Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Víkingar fóru frá Keflavík í kvöld með þrjú stig í farteskinu en þeir báru sigurorð af heimamönnum í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta. Leikurinn endaði 3-1 en Víkingar voru 2-0 yfir í hálfleik. Heimamenn byrjuðu leikinn betur en Víkingar náðu vopnum sínum eftir að hafa komist yfir og lönduðu sigrinum. Það voru Keflvíkingar sem byrjuðu leikinn betur á Nettó-vellinum í kvöld og áttu þeir fyrstu færin sem vert var að tala um á meðan Víkingar virkuðu eins og þeir væru ekki alveg tilbúnir í slaginn í rokinu í Keflavík í kvöld. Fyrsta korterið var eign heimamanna og fengu þeir fjögur færi sem voru álitleg en náðu ekki að nýta sér þau. Gestirnir nýttu sér það á 20. mínútu að staðan væri enn jöfn og eftir hornspyrnu barst boltinn út á Davíð Örn Atlason sem smellhitti boltann í bláhornið hægra megin við markvörðinn sem kom engum vörnum við. Það má setja spurningamerki við varnarleik heimamanna en tíminn sem Davíð fékk til að athafna sig virkaði mikill. Eftir markið jafnaðist leikurinn út og fór hann mestan part á miðjum vellinum. Gestirnir bættu þó við öðru marki á 31. mínútu og var þar að verki Igor Taskovic. Alan Lowing átti þá skot, aftur eftir hornspyrnu, sem stefndi framhjá en Taskovic var rétt staðsettur og setti ennið í boltann sem fór í markið. Aftur voru heimamenn að brenna sig á lélegri dekkningu í föstu leikatriði. Hálfleikurinn leið síðan sinn gang og voru gestirnir sáttari, augljóslega, með stöðuna 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Keflvíkingar komu beittari til leiks í seinni hálfleiks og það tók þá ekki nema fjórar mínútur að minnka muninn og var þar að verki Hörður Sveinsson en hann klippti boltann laglega í markið eftir að Sindri Snær Magnússon gaf laglega sendingu inn í teig. Keflvíkingar voru eins og í upphafi leiks örlítið betri og sköpuðu þeir örlítið betri færi á fyrsta korterinun en eins og í fyrri hálfleik varð leikurinn jafnari og fór fram mest megnis á miðjum vellinum og sköpuðu bæði lið sér fá færi sem hægt er að minnast á. Sex mínútum fyrir leikslok tryggði Ívar Örn Jónsson Víkingum stigin þrjú og var markið af dýrari gerðinni. Víkingar fengu aukaspyrnu af hægri kantinum og var boltinn 35 til 40 metra frá marki. Ívari fannst það ekkert tiltökumál heldur smellti hann boltanum yfir markvörð heimamanna í samskeytin. Fallegt mark og verður það líklega í umræðunni í lok leiktíðar þegar kemur að því að velja mark ársins. Víkingar sigldu síðan leiknum í höfn án teljandi atvika og þrjú gífurlega sterkur sigur á erfiðum útivelli staðreynd. Þeir voru skipulagðir í aðgerðum sínum og náðum að verjast árásum heimamanna og stöðvaði Cardaklija í markinu þau færi sem Keflvíkingar áttu. Heimamenn voru þá einnig skipulagðir en í tvígangi í hornspyrnum sváfu þeir á verðinum sem kostaði þá tvö mörk og að endingu sigurinn. Þetta þarf að laga því hraðmótið svokallaða í byrjun tímabils getur verið vísir að gengi liðs ef stigasöfnun gengur ekki nógu vel.Ólafur Þórðarson: Vel skipulagt lið og þrjú mörk á útivelli skila þessu Hann var léttur í bragði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings eftir sterkann sigur í Keflavík og var hann spurður hvað það hafi verið sem skóp sigurinn. „Vel skipulagt lið og þrjú mörk á útivelli“, sagði Ólafur og var spurður hvort hann væri ekki ánægður með að vera með sparkvissan leikmann eins og Ívar Örn Jónsson í liði sínu. „Það er engin spurning en fyrst og fremst er það að liðið er að vinna vel og nýtir sér veikleika andstæðingsins. Þetta var mjög jafn leikur meira og minna og vorum við sterkari, að mér fannst í fyrri hálfleik en vorum í basli í seinni hálfleik. Við gefum þeim náttúrulega mark í byrjun en engu að síðu náum við að hrista það af okkur og markið hans Ívars sprengir leikinn.“ Að lokum talaði Ólafur um mikilvægi þess að byrja mótið á sigri og þá sérstaklega á útivelli. „Þetta eru þrjú stig og einn leikur búinn en það skiptir ekki hvort það er á útivelli eða heimavelli, það er gríðarlega mikilvægt að fá þau stig sem í boði eru í maí. Það er svo þétt dagskrá að ef við lendum eftir þá erum við liggur við úr keppni en þetta er góð byrjun.“Ívar Örn Jónsson: Hlupum fyrir hvorn annan og uppskárum því eins og við sáðum „Stigin þrjú eru gífurlega mikilvæg og frábært að ná þeim í fyrsta leik og koma stigasöfnuninni strax af stað. Það er mikilvægt“, voru fyrstu viðbrögð markaskorarans Ívars Arnars Jónssonar þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann spurður að því hvað Víkingar hafi gert rétt í leiknum til að tryggja sér sigurinn. „Við vörðum markið okkar vel, voru þéttir og hlupum fyrir hvorn annan og uppskárum því eins og við sáðum.“ Ívar átti seinasta naglann í kistu Keflvíkinga þegar hann smellti aukaspyrnu af löngu færi í samskeytin á marki heimamanna og var hann beðinn um að tala aðeins um markið ásamt því að vera spurður hvort það mætti ekki búast við fleiri sleggjum frá honum í sumar. „Það var mikill vindur á annað markið og þess á maður að setja hann upp í vindinn en með nógu miklum krafti og þá veit maður aldrei hvað gerist. Það verður að koma í ljós hvort ég nái fleiri svona mörkum í sumar. Við leggjum upp með að vinna alla leiki og ef ég get hjálpað liðinu með því að skora mörk þá væri það frábært.“Kristján Guðmundsson: Tökum ekki ábyrgð og þurfum að sætta okkur við tap „Við hefðum getað varist þessum hornspyrnum betur þar sem við fengum mörkin á okkur. Við verjumst fyrstu bylgjunni en svo horfum við allir á boltann og tökum enga ábyrgð og fáum á okkur tvö mörk þannig og síðan mark úr aukaspyrnu, sem á ekki að sjást og ég vona að eigi ekki eftir að sjást aftur“, sagði sýnilega pirraður þjálfari Keflvíkinga eftir tapið á móti Víking. Kristján var spurður hvort það væri rétt metið að bitleysi fram á við hefði gert vart við sig í seinni hluta hálfleikjanna í kvöld. „Það var jafnt á með liðunum varðandi það, þetta snerist dálítið um það hvar boltinn myndi falla og við vorum fínir í fyrri hálfleik þar sem við áttum betri færi en nýtum þau ekki og fáum á okkur tvö mörk sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Duttum allt of neðarlega í getu þar en byrjum seinni hálfleik vel og hefðum átt að skapa fleiri færi en sköpum jafnmörg færi og andstæðingurinn og samkvæmt tölfræðinni hefði átt að vera jafntefli í kvöld. Við töpum samt og þurfum að sætta okkur við það.“Einkunnir: Keflavík - Víkingur Keflavík (4-3-3): Richard Arends 4 - Guðjón Árni Antoníusson 5, Insa Fransisco 4, Haraldur F. Guðmundsson 4, Samuel Hernandez 5 - Sindri Snær Magnússon 5, Frans Elvarsson 5, Indriði Áki Þorláksson 6 (89. Páll Olgeir Þorsteinsson -) - Magnús Þorsteinsson 5 (60. Bojan Ljubicic 5) Sigurbergur Elisson 5, Hörður Sveinsson 6 (77. Jóhann B. Guðmundsson -). Víkingur (4-3-3): Denis Cardaklija 5 - *Davíð Örn Atlason 7, Alan Lowing 5, Milos Zivkovic 5, Ívar Örn Jónsson 7 - Igor Taskovic 7, Viktor Bjarki Arnarsson 6 (62. Stefán Þ. Pálsson 5), Rolf Toft 5 - Haukur Baldvinsson 5 (66. Haukur Baldvinsson 5), Dofri Snorrason 5, Pape Mamadou Faye 5 (73. Andri Rúnar Bjarnason -).0-1: 0-2: 1-2: 1-3:
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira