Juventus varð í dag ítalskur meistari eftir sigur 1-0 á Sampdoria, en þetta var 24. sigur Juventus í 34 leikjum á tímabilinu.
Þetta var fjórða árið í röð sem Juventus vinnur titilinn, en þeir þurftu eitt stig í dag til að verða meistarar.
Arturo Vidal skoraði eina markið á 32. mínútu. Lokatölur 1-0. Juventus með 79 stig eftir 34 leiki og Lazio sem er í öðru sætinu getur ekki náð Juventus.
Þetta var í 31. skipti sem Juventus verður ítalskur meistari og eins og áður segir var þetta fjórða árið í röð sem þeir vinna titilinn.

