Fótbolti

Messi ber að ofan í fögnuði Börsunga inn í klefa | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi fagnar í leikslok.
Lionel Messi fagnar í leikslok. Vísir/Getty
Lionel Messi var enn á ný í aðalhlutverki hjá Barcelona í fyrradag þegar hann tryggði Barcelona 1-0 sigur á Atlético Madrid og þar með spænska meistaratitilinn í 23. sinn.

Messi varð þarna Spánarmeistari í sjöunda sinn með Barcelona en hann titilinn einnig með Barca 2005, 2006, 2009, 2010, 2011 og 2013.

Sjá einnig: Messi tryggði Barcelona titilinn á Spáni

Lionel Messi hefur skorað 41 af 108 deildarmörkum Barcelona á tímabilinu og hefur þegar skorað þrettán mörkum meira en á tímabilinu í fyrra.

Það var mikið fjör hjá Börsungum inn í klefa eftir leikinn sem fór fram á Vicente Calderón leikvanginum, heimavelli fráfarandi Spánarmeistara Atlético Madrid.

Sjá einnig:Messi er snillingur

Messi er allt í öllu í stuðinu og þar má sjá hann og Neymar, báða bera að ofan en það vakti athygli á dögunum þegar Messi sýnda nýja húðflúrið sem þekur allan vinstri handlegg hans.

Það er hægt að sjá þetta myndband hér fyrir neðan en það kemur að fésbókarsíðu Barcelona.

[BEHIND THE SCENES]The league title celebrations from the insidehttp://ow.ly/N669c La celebració dels campions, des de dinshttp://ow.ly/N66hj La celebración de los campeones, desde dentrohttp://ow.ly/N66pH #campionsFCB #FCBarcelona

Posted by FC Barcelona on 18. maí 2015

The title clinching goal! Leo Messi vs Atletico Madrid!#campionsFCB

Posted by Camp Nou on 17. maí 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×