Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir skrifar 18. maí 2015 16:48 Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun