Leikurinn endaði með jafntefli, 1-1, en Guðjón Pétur Lýðsson tryggði Blikum stig með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma.
Tvö mörk voru dæmd af Ellerti Hreinssyni, framherja Breiðabliks, í seinni hálfleik en í endursýningu sást að báðir dómarnir voru rangir.
Eftir leikinn birti Ellert mynd af hinum blinda tónlistarmanni Stevie Wonder á Twitter-síðu sinni og var þar augljóslega að vísa til axarskafta línuvarðarins sem dæmdi mörkin tvö af honum.
Myndina má sjá hér að neðan.
— Ellert Hreinsson (@ellerthreins) May 17, 2015
