Starfsgreinasambandið frestar verkföllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2015 10:59 Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Á myndinni eru Þorsteinn Víglundsson hjá SA og Björn Snæbjörnsson hjá SGS. Vísir Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00
Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16