Björn Bergmann skoraði í sigri FCK í bikaúrslitaleiknum Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2015 16:34 Björn Bergmann skoraði fyrir FCK í bikarúrslitum. vísir/getty Björn Bergmann Sigurðarson og Rúrik Gíslason urðu í dag danskir bikarmeistarar í fótbolta með FC Kaupmannahöfn þegar liðið lagði Eggert Gunnþór Jónsson og félaga hans í Vestsjælland, 3-2, í framlengdum bikarúrslitaleik. Allir Íslendingarnir voru í byrjunarliðinu í dag og komust Vestsjælland Víkingarnir óvænt yfir eftir 30 mínútna leik með marki Apostolos Vellios, 1-0. FCK sótti án afláts en náði ekki jafna metin fyrir hálfleik. Það gerði liðið aftur á móti á fyrstu sekúndum seinni hálfleiksins þegar Per Nilson jafnaði metin, 1-1. Björn Bergmann var áræðinn fyrir framan mark Vestsjælland og kom FCK yfir, 2-1, með glæsilegu marki á 54. mínútu. Hann fékk sendingu frá Daniel Amartey og vippaði snyrtilega yfir markvörðinn. Eggert Gunnþór fór af velli hjá Vestsjælland á 80. mínútu og fjórum mínútum síðar leysti Færeyingurinn Brandur Olsen íslenska landsliðsmanninn Rúrik Gíslason af hólmi hjá FCK. Hann átti eftir að koma við sögu í leiknum. Vestsjælland gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin þegar átta mínútur voru eftir, 2-2, en mark Dennis Sörensen kom leiknum í framlengingu. Eina markið í framlengingunni skoraði hinn 19 ára gamli Færeyingur, Brandur Olsen, á 102. mínútu, en hann hefur aldrei byrjað leik fyrir FC Kaupmannahöfn. Fyrir bikaúrslitaleikinn í dag hafði hann spilað samtals 32 mínútur í tveimur leikjum í deildinni, tíu mínútur í tveimur leikjum í bikarnum og eina mínútu í Evrópudeildinni. Bikarinn var í raun eini möguleiki FCK á titli þar sem liðið er níu stigum á eftir toppliði Midtjylland í deildinni. Munurinn er þó mikill á FCK og Vestsjælland í deildinni, en Eggert Gunnþór og félagar eru í næstneðsta sæti, 30 stigum á eftir FCK. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson og Rúrik Gíslason urðu í dag danskir bikarmeistarar í fótbolta með FC Kaupmannahöfn þegar liðið lagði Eggert Gunnþór Jónsson og félaga hans í Vestsjælland, 3-2, í framlengdum bikarúrslitaleik. Allir Íslendingarnir voru í byrjunarliðinu í dag og komust Vestsjælland Víkingarnir óvænt yfir eftir 30 mínútna leik með marki Apostolos Vellios, 1-0. FCK sótti án afláts en náði ekki jafna metin fyrir hálfleik. Það gerði liðið aftur á móti á fyrstu sekúndum seinni hálfleiksins þegar Per Nilson jafnaði metin, 1-1. Björn Bergmann var áræðinn fyrir framan mark Vestsjælland og kom FCK yfir, 2-1, með glæsilegu marki á 54. mínútu. Hann fékk sendingu frá Daniel Amartey og vippaði snyrtilega yfir markvörðinn. Eggert Gunnþór fór af velli hjá Vestsjælland á 80. mínútu og fjórum mínútum síðar leysti Færeyingurinn Brandur Olsen íslenska landsliðsmanninn Rúrik Gíslason af hólmi hjá FCK. Hann átti eftir að koma við sögu í leiknum. Vestsjælland gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin þegar átta mínútur voru eftir, 2-2, en mark Dennis Sörensen kom leiknum í framlengingu. Eina markið í framlengingunni skoraði hinn 19 ára gamli Færeyingur, Brandur Olsen, á 102. mínútu, en hann hefur aldrei byrjað leik fyrir FC Kaupmannahöfn. Fyrir bikaúrslitaleikinn í dag hafði hann spilað samtals 32 mínútur í tveimur leikjum í deildinni, tíu mínútur í tveimur leikjum í bikarnum og eina mínútu í Evrópudeildinni. Bikarinn var í raun eini möguleiki FCK á titli þar sem liðið er níu stigum á eftir toppliði Midtjylland í deildinni. Munurinn er þó mikill á FCK og Vestsjælland í deildinni, en Eggert Gunnþór og félagar eru í næstneðsta sæti, 30 stigum á eftir FCK.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Sjá meira