Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Karl Lúðvíksson skrifar 14. maí 2015 14:49 Ekki vaða út í vatnið nema taka alla vega nokkur köst frá bakkanum fyrst Mynd: www.veidikortid.is Byrjendur í veiði eru yfirleitt duglegir að spyrja reyndari veiðimenn góðra ráða til að stytta leiðina að góðum árangri. Það eru nefnilega nokkur grundvallarmistök sem byrjendur gera enn líklega eru stærstu mistökin sú að byrja alltaf að vaða út í og oftar en ekki vaða allt of langt út í. Laxfiskar geta oft legið ansi nálægt landi í ám og í vötnum kemur silungurinn alveg upp í harða land í ætislæt séu aðstæður réttar. Yfirleitt margborgar sig þegar komið er að veiðistað, hvort sem er við á eða vatn, eða bíða í augnablik og sjá hvaða hreyfingu þú verður var við. Þetta á kannski ekki við þegar um vana veiðimenn er að ræða við veiðistað sem þeir þekkja en flestir af þeim bestu veiðimönnum sem undirritaður hefur veitt með gera þetta samt allir ennþá. Þú tapar nefnilega ekkert á því að fylgjast aðeins með veiðistaðnum áður en þú kastar á hann. Í vatnaveiði getur þetta verið sérstaklega mikilvægt og getur hreinlega skilið milli þess að fá eitthvað eða ekkert í veiðiferðinni. Fyrst á morgnana á silungurinn til að koma langt upp á grynningar til að leita sér fæðu og hann gerir þetta líka á kvöldin. Helst á þetta við á sumrin en í vorveiðinni er þetta ekkert óþekkt heldur. Ef þú byrjar að kasta flugunni frá landi ertu bara að auka líkurnar á veiði því það sem gerist oft þegar vaðið er út í er að fiskurinn bakkar lengra frá landi og leggst niður í dýpra vatn en hann hefði annars verið á. Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Með augum urriðans Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði
Byrjendur í veiði eru yfirleitt duglegir að spyrja reyndari veiðimenn góðra ráða til að stytta leiðina að góðum árangri. Það eru nefnilega nokkur grundvallarmistök sem byrjendur gera enn líklega eru stærstu mistökin sú að byrja alltaf að vaða út í og oftar en ekki vaða allt of langt út í. Laxfiskar geta oft legið ansi nálægt landi í ám og í vötnum kemur silungurinn alveg upp í harða land í ætislæt séu aðstæður réttar. Yfirleitt margborgar sig þegar komið er að veiðistað, hvort sem er við á eða vatn, eða bíða í augnablik og sjá hvaða hreyfingu þú verður var við. Þetta á kannski ekki við þegar um vana veiðimenn er að ræða við veiðistað sem þeir þekkja en flestir af þeim bestu veiðimönnum sem undirritaður hefur veitt með gera þetta samt allir ennþá. Þú tapar nefnilega ekkert á því að fylgjast aðeins með veiðistaðnum áður en þú kastar á hann. Í vatnaveiði getur þetta verið sérstaklega mikilvægt og getur hreinlega skilið milli þess að fá eitthvað eða ekkert í veiðiferðinni. Fyrst á morgnana á silungurinn til að koma langt upp á grynningar til að leita sér fæðu og hann gerir þetta líka á kvöldin. Helst á þetta við á sumrin en í vorveiðinni er þetta ekkert óþekkt heldur. Ef þú byrjar að kasta flugunni frá landi ertu bara að auka líkurnar á veiði því það sem gerist oft þegar vaðið er út í er að fiskurinn bakkar lengra frá landi og leggst niður í dýpra vatn en hann hefði annars verið á.
Stangveiði Mest lesið 883 urriðar á land í Litla Sjó á einni viku Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Góð veiði á Skagaheiði Veiði Eystri Rangá komin í 115 laxa Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Bleikjan á Þingvöllum komin í hrygningu Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Með augum urriðans Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði