Kári: Verður lítið vesen að rassskella þá Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. maí 2015 15:47 Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Sögulegar sættir náðust í dag þegar Kári Kristján Kristjánsson skrifaði undir fjögurra ára samning við ÍBV. Það er því gróið um heilt á milli Kára og félagsins en ekki var gott á milli Kára og félagsins fyrir ári síðan eins og lesa má um í fréttunum hér að neðan. Eftir þau læti sáu ekki margir fyrir sér að Kári ætti aftur endurkvæmt til Eyja en menn hafa nú lagt þau leiðindi til hliðar og ákveðið að vinna saman næstu árin. „Við ræddum saman og höfum lagt allt sem á undan var gengið til hliðar. Ég held að það séu allir mjög ánægðir með þetta. Þá sérstaklega ég," segir Kári en því er ekki að neita að það voru talsverð læti í kringum hans mál í fyrra. „Það var fullt af tilfinningum og þetta var svolítil sprengja. Við erum búnir að hreinsa andrúmsloftið. Það var ekkert annað að gera. Þú býrð ekki í Vestmannaeyjum og hefur þetta hangandi yfir þér alla ævi. Þetta er mjög jákvætt og öll leiðindin eru að baki. Er þetta ekki Dýrin í Hálsaskógi stemning núna? Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir." Stuðningsmenn ÍBV tóku ekki vel á móti Kára er hann kom til Eyja á nýliðnu tímabili. Veifuðu framan í hann peningaseðlum og létu hann finna fyrir því. Ber hann engan kala til þeirra sem voru að stríða honum? „Við skulum sjá hvernig þeir bregðast við því að ég sé kominn heim. Svo veit ég alveg hvar þeir eiga heima og það verður því ekkert vesen að rassskella þá," segir Kári kíminn.Kári og Karl Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.vísir/stefánKári hefur verið að glíma við veikindi á síðustu árum og tvívegis hefur hann verið greindur með æxli í baki. „Heilsan er fín og ég missti ekki út leik á síðasta tímabili. Það hefur ekki komið neitt bakslag í bakið," segir Kári léttur. Eins og áður segir skrifaði Kári undir fjögurra ára samning. Þessi þrítugi línumaður ætlar því ekki að tjalda til einnar nætur í Eyjum. „Þetta er stærra en boltinn. Ég kem að fleiri hlutum en bara að spila. Þeir eru með akademíu og ég verð líka að þjálfa hjá félaginu eins og ég gerði hjá Val í vetur," segir Kári en hann vildi koma til Eyja í fyrra. Hann er núna kominn þangað sem hann vill vera. „Það var ekkert leyndarmál að þegar ég kom heim þá vildi ég fara alveg heim til Eyja." Kári útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku síðar þó svo hann horfi ekki þangað núna. Viðtalið við hann í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12 Tjá sig ekki um Kára Fundað hjá stjórn ÍBV um málefni Kára Kristjáns. 18. júní 2014 06:00 Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00 Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV: Ásakanir Kára ekki á rökum reistar Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún svarar landsliðsmanninum Kára Kristjáni Kristjánssyni en hann taldi félagið hafa svikið sig. 18. júní 2014 17:12
Sár og svekktur út í ÍBV „Þetta er súrsæt stund í lífinu hjá mér. Að fá þessi góðu tíðindi með heilsuna og vera svo stunginn í bakið af uppeldisfélaginu. Það er grátlegt,“ segir Kári Kristján Kristjánsson handboltamaður en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. 17. júní 2014 07:00
Engan veginn mín upplifun á málinu Kári Kristján Kristjánsson segist ekki vera sammála því sem fram kemur í yfirlýsingu handknattleiksdeildar ÍBV vegna orða hans í Fréttablaðinu á mánudag. Hann hefur nú lagt málið til hliðar og horfir til framtíðar. 19. júní 2014 07:00