Lífið

Sannkölluð Eurovision-grillveisla: Hópurinn þéttur fyrir Vín

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
María Ólafs og Eurovisionhópurinn hittist í vikunni til að grilla saman og þétta hópinn fyrir næstu viku. Valli Sport, umboðsmaður hópsins, stóð grillvaktina.



„Það er fullt af fólki að fara saman í langa og stranga ferð þar sem mikil spenna á eftir að vera í hópnum. Þá er gott að hrista fólkið saman og koma öllum á sömu blaðsíðu,“ segir hann.



En hver er mesti mathákurinn? „Pálmi, mér sýnist það en það er farið að sjást á honum.“ Vísaði hann þar til Pálma Ragnars Ásgeirssonar, eins af lagahöfundum í StopWaitGo-teyminu.



Davíð Lúther Sigurðarson hjá framleiðslufyrirtækinu Silent fylgir Maríu Ólafs og Eurovisionhópnum eftir næstu daga og við á Vísi munum birtum myndbönd frá honum samhliða ítarlegri Eurovisionumfjöllun.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×