Vöffluveisla hjá VR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. maí 2015 14:16 Pennninn á lofti og samningar undirritaðir. Vísir/Vilhelm Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna búu sig undir að skrifa undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara. Samningurinn var samþykktur í trúnaðarráði VR fyrr í dag og hittust aðilar til undirskriftar klukkan tvö í karphúsinu. Fyrstu launahækkanirnar taka gildi frá og með fyrsta maí síðast liðnum. Kjarasamningar á almennum markaði smullu saman í Karphúsinu í gærkvöldi og skrifa nú bæði stóru verkalýðsfélögin þrjú innan Flóabandalagsins og 16 önnur stéttarfélög á Landsbyggðinni innan Starfsgreinasambandins undir nýja kjarasamninga hjá Ríkissáttasemjara ásamt VR og Landsambandi íslenskra verslunarmanna.Sjá einnig:Svona verða launin þín eftir breytinguna Sameiginlega eru þetta um 70 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist eiga von á að niðurstaðan muni hafa áhrif á þær viðræður sem eftir eru. Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir að útspil ríkisins hafi skipt verulegu máli. Samningurinn mun í kjölfarið fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum sem taka lokaákvörðun um hvort hann verði samþykktur eður ei.Uppfært klukkan 15:20Penninn er á lofti og eintök af samningnum ganga hringinn til undirritunar.Fáir hafa bakað jafnmargar vöfflur í gegnum tíðina og Elísabet á skrifstofu sáttasemjara.Vísir/VilhelmÓlafía B. Rafnsdóttir formaður VR, í Karphúsinu í dag. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launin hjá VR hækka svona mikið Með auðveldum hætti geturðu áætlað með nokkurri nákvæmni hve mikið laun þín munu hækka. 28. maí 2015 10:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins, VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna búu sig undir að skrifa undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara. Samningurinn var samþykktur í trúnaðarráði VR fyrr í dag og hittust aðilar til undirskriftar klukkan tvö í karphúsinu. Fyrstu launahækkanirnar taka gildi frá og með fyrsta maí síðast liðnum. Kjarasamningar á almennum markaði smullu saman í Karphúsinu í gærkvöldi og skrifa nú bæði stóru verkalýðsfélögin þrjú innan Flóabandalagsins og 16 önnur stéttarfélög á Landsbyggðinni innan Starfsgreinasambandins undir nýja kjarasamninga hjá Ríkissáttasemjara ásamt VR og Landsambandi íslenskra verslunarmanna.Sjá einnig:Svona verða launin þín eftir breytinguna Sameiginlega eru þetta um 70 prósent allra félagsmanna innan Alþýðusambandsins. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist eiga von á að niðurstaðan muni hafa áhrif á þær viðræður sem eftir eru. Kjarasamningarnir gilda til 1. maí árið 2018 og fela í sér blöndu krónutöluhækkana fyrir lægstu launahópana og stiglækkandi prósentuhækkana til þeirra sem eru í millitekjuhópunum. Í lok samningstímans verða lágmarkslaun orðin 300 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn segir að útspil ríkisins hafi skipt verulegu máli. Samningurinn mun í kjölfarið fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum sem taka lokaákvörðun um hvort hann verði samþykktur eður ei.Uppfært klukkan 15:20Penninn er á lofti og eintök af samningnum ganga hringinn til undirritunar.Fáir hafa bakað jafnmargar vöfflur í gegnum tíðina og Elísabet á skrifstofu sáttasemjara.Vísir/VilhelmÓlafía B. Rafnsdóttir formaður VR, í Karphúsinu í dag.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Launin hjá VR hækka svona mikið Með auðveldum hætti geturðu áætlað með nokkurri nákvæmni hve mikið laun þín munu hækka. 28. maí 2015 10:30 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Launin hjá VR hækka svona mikið Með auðveldum hætti geturðu áætlað með nokkurri nákvæmni hve mikið laun þín munu hækka. 28. maí 2015 10:30