„Sjúkdómar fara ekki í verkföll“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2015 18:22 "Þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. vísir/völundur jónsson Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum. Verkfall 2016 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum.
Verkfall 2016 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira