„Við Gísli vorum alltaf til í að taka að okkur barn“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. maí 2015 14:30 Guðrún Ögmundsdóttir var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. Vísir/GVA Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00
Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00