Chris Kirk sigraði eftir spennuþrunginn lokahring í Texas Kári Örn Hinriksson skrifar 25. maí 2015 14:30 Kirk fékk milljón dollara og ljótan jakka fyrir sigurinn í gær. Getty Spennan var mikil á lokahringnum á Crowne Plaza Invitational sem fram fór á Colinial vellinum í Texas og kláraðist í gær en gríðarlega margir kylfingar voru í baráttunni um sigurinn alveg fram á síðustu holu. Það var þó Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk sem fór með sigur af hólmi en hann endaði á 12 höggum undir pari eftir lokahring upp á 66 högg, einu höggi betri en landar sínir Jason Bohn, Brandt Snedeker og heimamaðurinn Jordan Spieth sem enduðu á 11 höggum undir. Spieth var vel studdur af áhorfendum á lokahringnum en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu. Hann gerði þó ein dýr mistök sem kostuðu hann að lokum en þau komu á 16. holu þar sem hann þrípúttaði í fyrsta sinn eftir að hafa leikið 183 holur á PGA-mótaröðinni án þess að þrípútta. Á Evrópumótaröðinni fór BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en þar sigraði ungur Suður-Kóreumaður, Beyung-Hun An, eftir að hafa farið á kostum á lokahringnum og leikið á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann sigraði mótið með sex höggum en Tælendingurinn Thongchai Jaidee og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu. Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spennan var mikil á lokahringnum á Crowne Plaza Invitational sem fram fór á Colinial vellinum í Texas og kláraðist í gær en gríðarlega margir kylfingar voru í baráttunni um sigurinn alveg fram á síðustu holu. Það var þó Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk sem fór með sigur af hólmi en hann endaði á 12 höggum undir pari eftir lokahring upp á 66 högg, einu höggi betri en landar sínir Jason Bohn, Brandt Snedeker og heimamaðurinn Jordan Spieth sem enduðu á 11 höggum undir. Spieth var vel studdur af áhorfendum á lokahringnum en hann hefur verið í frábæru formi að undanförnu. Hann gerði þó ein dýr mistök sem kostuðu hann að lokum en þau komu á 16. holu þar sem hann þrípúttaði í fyrsta sinn eftir að hafa leikið 183 holur á PGA-mótaröðinni án þess að þrípútta. Á Evrópumótaröðinni fór BMW PGA meistaramótið fram á Wentworth vellinum á Englandi en þar sigraði ungur Suður-Kóreumaður, Beyung-Hun An, eftir að hafa farið á kostum á lokahringnum og leikið á 65 höggum eða sjö undir pari. Hann sigraði mótið með sex höggum en Tælendingurinn Thongchai Jaidee og Spánverjinn Miguel Angel Jimenez deildu öðru sætinu.
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira