Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona, en gestirnir frá Deportivo komu til baka og jöfnuðu með tveimur laglegum mörkum. Með stiginu héldu gestirnir sér í deildinni.
Öll mörkin úr leiknum í lýsingu Arnars Björnssonar má sjá hér að ofan, en einnig má sjá bikarafhendinguna. Barcelona er eins og kunnugt er spænskur meistari í knattspyrnu, en þeir geta einnig orðið bikarmeistarar og unnið Meistaradeild Evrópu.
Spænski snillingurinn, Xavi, fékk heiðursskiptingu á tímapunkti í leiknum, en það má sjá hér neðar í fréttinni, en þetta var síðasti deildarleikur hans fyrir Börsunga eins og fyrr var getið.