Fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum frestað Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. maí 2015 18:52 Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku. Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður. Verkfall 2016 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Nærri fimmtíu og fimmþúsund blóðtökum hefur verið frestað á Landspítalanum vegna verkfalls BHM og ríflega sex þúsund myndgreningarrannsóknum. Stjórnendur spítalans búa sig nú undir að senda sjúklinga heim ef nærri helmingur starfsfólks spítalans verður í verkfalli í um miðja næstu viku.Verkfallsaðgerðir um fimm hundruð félagsmanna BHM á Landspítalanum hafa nú staðið í nærri sjö vikur. Á miðvikudaginn í næstu viku stefnir svo allt í að hjúkrunarfræðingar á spítalanum leggi niður störf ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. „Við höfðum verkfall lækna hér fyrr í vetur og við höfðum varla byrjað að vinna niður á þeim vanda sem að hafði skapaðist í því verkfalli þegar að þetta verkfall brast á og það er ljóst að vandinn bara safnast upp. Þannig að verkfall hjúkrunarfræðinga ofan á þetta myndi valda miklum vanda,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Þannig var 790 skurðaðgerðum frestað á meðan á læknaverkfallinu stóð. Nú þegar hefur svo 370 skurðaðgerðum verið frestað vegna verkfalls BHM. Komi til verkfalls hjúkrunarfræðing og haldi verkfall BHM áfram má búast við að í hverri viku, á meðan á verkföllunum stendur, verði um 150 skurðaðgerðum frestað. Þá hefur þurft að fresta 6100 myndgreiningarrannsóknum vegna verkfalls BHM og hátt í fimmtíu og fimm þúsund blóðtökum. Hátt í fimmtán hundruð hjúkrunarfræðingar starfa á spítalanum. Leggi þeir niður störf á sama tíma og félagsmenn BHM eru í verkfalli telja stjórnendur spítalans það þýða að nærri helmingur starfsfólksins verði í verkfalli. „Við höfum verið að vinna viðbragðsáætlun til þess að reyna að teikna upp sviðsmyndina sem að blasir við okkur ef að þetta verður að veruleika og það er ljóst að við myndum þurfa að loka að minnsta kosti hundrað bráðalegurýmum. Það þyrfti að loka bæði dag- og göngudeildum og þá bara safnast hér upp biðlistar enn þá frekar en að hafa þegar verið ,“ segir Sigríður. Hún segir að senda þurfi sjúklinga heim ef til verkfalls kemur. „Markmiðið er að losa rúm hér á spítalanum og það þýðir að sjúklingar þyrftu að útskrifast heim en við eigum eftir að sjá hvernig það gengur og það er alveg ljóst að við komum til með að þurfa að sækja um undanþágur til undanþágunefndar til þess að halda uppi nauðsynlegri starfsemi á spítalanum,“ segir Sigríður.
Verkfall 2016 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira