Enn minnkar samkeppnin fyrir Sepp Blatter eftir að tveir frambjóðendur drógu framboð sín í forsetakjöri FIFA til baka.
Fyrr í dag dró Michael van Praag í land og nú síðdegis var að komið að Luis Figo.
Eftir stendur að aðeins Prins Ali Bin Al-Hussein ætlar að bjóða sig fram gegn Blatter.
„Ferlið á þessu kjöri er þannig að það á að færa einum manni öll völdin. Ég neita að taka þátt í þessu," sagði Figo.
Figo sagði í yfirlýsingu að það væri ótrúlegur tvískinnungur hjá formönnum knattspyrnusambanda út um allan heim.
„Einn daginn er þeir að líkja forseta FIFA við djöfulinn en stíga svo upp á svið og fara að líkja honum við Jesús Krist."
