Lífið

Gífurleg stemning í rútunni á leiðinni í keppnishöllina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það var smá púki í Friðrik Dór í rútunni.
Það var smá púki í Friðrik Dór í rútunni.
María Ólafs stígur á svið í kvöld í Wienerstadt Halle í Vínarborg þar sem Eurovision fer fram þetta árið. Íslenski hópurinn er lagður af stað í höllina fyrir rennsli og sjónvarpsútsendingu og var ekki annað að sjá en að mórallinn væri ágætur.

„Það er vægast samt mikill titringur. Það eru allir spenntir, vel stemdir, brosandi og hlæjandi,“ segir Pálmi Ragnar Ásgeirsson einn meðlima Stop Wait Go. Sömu sögu hafði Ásgeir Orri Ásgeirsson að segja. „Orkan í hópnum er mikil og tilhlökkunin sömuleiðis.“

Sjá einnig: Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu

María Ólafsdóttir verður tólfta á svið í kvöld en hún fylgir í kjölfar Asera og er á undan Svíum. Það er annað árið í röð sem Ísland er á milli þessara tveggja þjóða í röðinni.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá stutt innslag úr rútunni þar sem hópurinn er á leiðinni í höllina og óhætt að fullyrða að andinn skili sér vel í gegnum vefinn.

Hvaða Eurovision-lög eru best þetta árið? Taktu þátt í könnun Vísis hér.

Tengdar fréttir

„Gífurlegur spenningur hjá öllum“

María Ólafsdóttir stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision í Vín í kvöld. Stífar æfingar munu því standa yfir fram að stóru stundinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×