Afbókunum fjölgar í aðdraganda verkfalls Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. maí 2015 12:53 VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Allt stefnir í að verkfallslota félagsmanna VR hefjist eftir viku og þá með tveggja daga verkfalli starfsmanna hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Markaðsstjóri Hópbíla segir fyrirtækið þegar farið að finna fyrir áhrifum aðgerðanna. Í gær og í dag hafa hópar afbókað ferðir hjá fyrirtækinu. Dagana 28. maí til 5. júní verða 5 tveggja daga verkföll félagsmanna VR sem hefjast með verkfalli hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Ljóst er að aðgerðirnar munu hafa töluverð áhrif á starfsemi þessara fyrirtækja og í raun finna þau nú þegar fyrir áhrifum þeirra. „Við munum náttúrulega finna fyrir þessu á innanlandsmarkaði þar sem við erum með mikið af föstum verkefnum.“ Segir Jón Arnar Ingvarsson, markaðsstjóri Hópbíla. „Og ekki síst það sem snýr að útlendingunum. Þeir eru nú þegar byrjaði að afbóka ferðir fyrir þessa tvo daga. Það hefur verið að gerast í gær og í dag. Menn eru hættir að geta beðið.“ VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins á þriðjudaginn eftir fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Jón Arnar segir að eftir það hafi fyrirtækið látið kúnna sína vita í hvað stefndi. „Við höfum reynt að bíða með það að ýta of mikið við þeim,“ segir Jón Arnar. „En núna verður þetta að gerast. Við erum að segja þeim hver staðan er, þó svo að allir voni að þetta fari að leysast. Í raun verður þetta að fara að leysast. „Þetta mun skaða alla þá sem starfa í ferðaþjónustu til lengri tíma.“ 31. maí hefst verkfall félagsmanna VR í flugafgreiðslu sem kemur til með að hafa verulega áhrif á flugsamgöngur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að margir farþegar hafi hringt í þjónustuver og spurst fyrir um verkfallið en hún hefur ekki orðið vör við að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil. Fundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hófst hjá Ríkissáttasemjara í hádeginu. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Verkfall 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira
Allt stefnir í að verkfallslota félagsmanna VR hefjist eftir viku og þá með tveggja daga verkfalli starfsmanna hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Markaðsstjóri Hópbíla segir fyrirtækið þegar farið að finna fyrir áhrifum aðgerðanna. Í gær og í dag hafa hópar afbókað ferðir hjá fyrirtækinu. Dagana 28. maí til 5. júní verða 5 tveggja daga verkföll félagsmanna VR sem hefjast með verkfalli hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Ljóst er að aðgerðirnar munu hafa töluverð áhrif á starfsemi þessara fyrirtækja og í raun finna þau nú þegar fyrir áhrifum þeirra. „Við munum náttúrulega finna fyrir þessu á innanlandsmarkaði þar sem við erum með mikið af föstum verkefnum.“ Segir Jón Arnar Ingvarsson, markaðsstjóri Hópbíla. „Og ekki síst það sem snýr að útlendingunum. Þeir eru nú þegar byrjaði að afbóka ferðir fyrir þessa tvo daga. Það hefur verið að gerast í gær og í dag. Menn eru hættir að geta beðið.“ VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins á þriðjudaginn eftir fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Jón Arnar segir að eftir það hafi fyrirtækið látið kúnna sína vita í hvað stefndi. „Við höfum reynt að bíða með það að ýta of mikið við þeim,“ segir Jón Arnar. „En núna verður þetta að gerast. Við erum að segja þeim hver staðan er, þó svo að allir voni að þetta fari að leysast. Í raun verður þetta að fara að leysast. „Þetta mun skaða alla þá sem starfa í ferðaþjónustu til lengri tíma.“ 31. maí hefst verkfall félagsmanna VR í flugafgreiðslu sem kemur til með að hafa verulega áhrif á flugsamgöngur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að margir farþegar hafi hringt í þjónustuver og spurst fyrir um verkfallið en hún hefur ekki orðið vör við að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil. Fundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hófst hjá Ríkissáttasemjara í hádeginu. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara.
Verkfall 2016 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sjá meira